Hlutdrægur fréttafluttningur mbl. - venju samkvæmt.

Venju samkvæmt er eins og erlendar fréttir mbl. séu soðnar gagnrýnislaust upp úr Bandarísku smábæjar slúður blaði. Hvernig væri að grenslast fyrir um kjarna málsins hjá Kínverjum sjálfum, eða öllu heldur Tíbetbúum. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan stéttarskipting var mikil í þessu harðbýla ríki, þar sem meðalhæð landsins er í rúmlega þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Þarna var auðug yfirstétt," lamar" sem ríkti með harðri hendi yfir bláfátækum almúganum. Nafnið Dalai Lama ber með sér til hvors hópsins þessi svokallaði trúarleiðtogi sótti vald sitt, sem var svo heilagt og guðdómlegt, að fram undir það síðasta, þá kostaði það tungu missi að yrða á hans heilagleika, þ.e.a.s. ef sá málglaði var af hinu óæðra bergi brotinn.  Það er nánast hlægilega augljóst hver fjármagnar allan stuðning við hina ýmsu lukkuriddara og tækifærissinna sem eru tilbúnir að skapa hverskonar deilur og úlfúð í ríkjum þeim er gætu keppt um hylli og völd við "Sám frænda"

Í aðdraganda Ólympíu leikana og langt fram á haustið voru vikuleg mótmæli við Kínverska sendiráðið og var þar á ferð hópur sem kallaði sig "vini Tíbets" Útvarpsmaður spurði roskna konu, sem titlaði sig að mig minnir sem einn skipuleggjanda mótmælana, hvort hún hefði dvalið lengi í Tíbet, en svar hennar sagði alla söguna:"Nei, en ég var skiptinemi eitt ár í Bandaríkjunum"

 

 


mbl.is Boðberi friðar en ógn í augum Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Dalai Lama er ekki að berjast fyrir sjálfstæðu Tíbet þar sem hann og hans menn færu einir með völd á kostnað kúgaðrar alþýðu. Reyndar hefur aldrei verið þannig fyrirkomulag í Tíbet. Hann er hinsvegar baráttumaður fyrir því að mannréttindi séu virt í landi sínu, og að tíbetum verði veitt frelsi til að fara með eigin mál. þe. aukinni sjálfsstjórn.

Þú fullyrðir að lamar hafi verið auðug yfirstétt í Tíbet. Þetta er furðuleg túlkun á sögunni, komin beint úr smiðju Kínverja.  Lamar eru munkar og nunnur sem koma úr öllum stigum samfélagsins. Almenningur sótti fræðslu í klaustrin og  hver sem er gat orðið munkur eða nunna. Í dag leggja margir tíbetar á sig lífshættulega ferð yfir Himalaja fjöllin til Indlands til þess að geta gengið í klaustur þar. Þar eru tugþúsundir tíbetskra munka og nunna komin, til þess að iðka fræði sín í friði fyrir ofsóknum nýlenduherrana.

Tíbet var sjálfstætt land sem var hertekið af Kínverjum 1950.  Kínverjar hafa beitt Tíbeta ótrúlegu harðræði, og talið er að mörg hundruð þúsund manns hafi látið lífið vegna þess síðustu áratugi. Þeir stunda enn gróf mannréttindabrot og félagslega mismunun. Nærtækt dæmi eru mótmælin í mars 2008 þar sem tugir ef ekki hundruðir voru skotnir til bana og þúsundir handteknir.

Það væri annars fróðlegt að vita hvaðan þú hefur heimildir þínar.

Þú getur frætt þig nánar um ástand mannréttinda í Kína á heimasíðu Human Rights Watch eða í fjöldamörgum ályktunum Evrópuþingsins. Vefsíða BBC er líka með ágæta og hlutlausa umfjöllun um málefni Tíbets.

Arngrímur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband