Spillingin er víðar en á Alþingi.

Hér í höfuðborg Íslands blasir landlæg spillingin hreinlega við hvert sem litið er.
Það er svo augljóst að vel tengdir athafnamenn og gráðugir verktakar fara sínu fram um alla borg með velþóknun og stuðningi máttlausra og/eða spilltra yfirvalda.

Sannið bara til að þarna á reit Exeter hússins mun innan tíðar standa reisuleg bygging, líklega hótel – eins og ekkert hafi í skorist, rétt eins og á við um fjölmörg önnur dæmi um gengdarlaust lóðabraskið og ósmekklega og óviðeigandi byggingar starfsemi innan borgarmarkanna.


mbl.is Hvaða lög gilda um niðurrif húsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þeir, sem rifu þetta fallega hús í óleyfi til að byggja ljótan steinsteyptan kassa  til að geta mergsogið grunlausa túrista, fá einhverja smáaurasekt, sem þeim er skítsama um, og málið er dautt. Ef embættismenn borgarinnar væru alvöru, yrði skemmdarvörgunum gert að endurbyggja húsið í sinni upprunalegu mynd.

Það ere engin tilviljun, að Reykjavík er orðin ljótasta höfuðborg heimsins.

Aztec, 10.4.2016 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband