Kolsvartar framtíðarhorfur.

Það virðist nú augljóst að nýr Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ætlar að fylgja í fótspor Svandísar Svafarsdóttur og koma í veg fyrir að Íslendingar geti hafið hvalveiðar á komandi vertíð. Þessi viðbrögð koma engum á óvart og síst samstarfsflokkunum, því nú snúast allar aðgerðir stjórnarflokkana hvers um sig, aðeins um að afla sem mests fylgis fyrir næstu kosningar, sem gætu dunið yfir fyrr en varir.

Það eru yfirvofandi skelfilegar hamfarir á Íslandi, hvort heldur vegna heimskulegra og alls ástæðulausra ögrana okkar gegn fyrrum vinveittu kjarnorkustórveldi eða í annan stað vegna staðbundinna náttúruhamfara líkast til sömuleiðis á Reykjanesi og nær örugglega stórfellt fjármálahrun sem þýðir endanlegt gjaldþrot millistéttarinnar og í framhaldinu hrun og gjaldfall ríkisins, sem ekki verður umflúið að þessu sinni með ámóta ræfils leppa á Alþingi líkt og 2008 og nú síðast með nýjan samvinnuþýðan Forseta á Bessastöðum - ef að líkum lætur.

Ef einhverjum þykir ég óþarflega svartsýnn, þá bendi ég á fyrstu viðbrögð eða skorts á slíkum varðandi hvalveiðarnar og auðvitað bikasvart efnahagsástandið á Íslandi, þar sem fnykinn leggur beinlínis frá Kviku og TM björgunaraðgerðunum svo ekki sé minnst á nauðungar sölu Marels, flugfélagið Erni og Flugakademíuna, svo ekki sé minnst á erfiðan rekstur Play og Icelandair.

Að þessu sögðu, þá er erfitt að láta sér til hugar koma bjargráð fyrir framtíð Íslands aðra en þá að í fyrsta lagi að kjósa sannan þjóðernissinna og öryggisventil á Bessastaði, sem kvittar ekki upp á föðurlandssvik, heldur leyfir þjóðinni að kjósa bindandi um EFTA, NATO, ESB og síðast en sannarlega ekki síst aðild að BRICS og auðvitað ætíð að treysta á æðri máttarvöld varðandi duttlunga náttúruafla Íslands.


mbl.is Leggja fram vantrauststillögu í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband