Var 24.okt.1975 upphafið á ruglinu

Hér í þessari frétt er enn eitt dæmið um þá bilun sem tröllríður öllu hér og líkt og venjlega eru öfgarnar hér á Íslandi úr öllu hófi.

Nákvæmlega í þessu dæmi, þá eru réttindi og óskir barna að engu höfð, heldur snýst málið allt um langanir og þarfir mæðrana og í einhverjum tilvikum sömuleiðis samkynja feðra.

Undanfarin misseri hafa sjónvarpsþættirnir "Leitin að upprunanum" notið mikilla vinsælda, en þeir snúast einstaklinga sem leita réttra kynforeldra sinna og allir kannast við afkomendur breskra og bandarískra hermanna sem getin voru hér um og eftir stríð, sem reyndu að leita uppi feður sína og skyldmenni uppi, jafnvel mörgum áratugum síðar.

Það er nefnilega þannig, að skilyrðið fyrir að barn geti orðið til, er að sæði karls og egg konu sameinist, þ.e.a.s. barn verður ekki til án bæði föður og móður og þeirri staðreynd er ekki hægt að leyna barninu lengi og þá er komið að þeirri þörf og eðlilegum rétti barnsins að þekkja báða foreldra og uppruna og ættir sínar.

Fá börn eru nefnilega svo skini skroppin, að þau raunverulega trúi, eða sætti sig við að þau eigi einungis tvær mæður eða einungis tvo feður.

Í fréttum RÚV var fjallað um aukið álag á kerfi höfuðborgarsvæðisins vegna komu u.þ.b. 1000 erlendra barna hingað vegna "ástandsins" en sá fjöldi samsvarar nálægt þeim fjölda heilbrigðra barna íslenskra mæðra, sem velja að binda enda á líf þeirra fyrir fæðingu af mismunandi ástæðum - svo kaldhæðnislegt sem það nú er.


mbl.is Leita að kynhlutlausu „amma og afi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fersk hugsun hóf að kafna upp frá 1975, á heimsvísu, þegar búið var að opna innsiglin sjö 1965 til 1975.

Guðjón E. Hreinberg, 1.7.2023 kl. 13:20

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón.

Ég kem eins og álfur út ú hól, þegar þú talar um þessi sjö innsigli sem hafi verið opnuð frá 1965 - 1975.

Einu sjö innsiglin sem ég kveiki á eru ættuð úr Opinberunarbók Jóhannesar og erfitt að setja á einhvern hátt í samband við þetta tímabil sem þú segir að þau hafi verið opnuð á.

Ég var nú einungis í mesta sakleysi að höfða til upphafs herskás öfga feminismans sem tröllríður bókstaflega öllu í íslensku þjóðfélagi dagsins í dag - eins og blasir við hvert sem litið er.

Jónatan Karlsson, 1.7.2023 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, ég fattaði það, bætti bara smá dulspeki við - en þetta með innsiglin sjö er of stórt dæmi til að útskýra í athugasemd.

Skrifaði margar greinar um þetta á ensku 2014.

Guðjón E. Hreinberg, 2.7.2023 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband