Loksins.

Það er auðvitað ánægjulegt að yfirvöld hafi loks beðið Erlu að fullu fyrirgefningar vegna illræmdu dómsmorðana í Geirfinns- og Guðmundarmálunum. Auðvitað eru bæturnar smánarlegar, þar sem þær duga vart til kaupa á ódýrasta kjallaraherbergi fyrir Erlu til að eyða síðustu árunum í.

Það er einungis sorglegt að einn eða fleirri fjórmenningana sem líka máttu hýrast saklausir í Síðumúlanum sjái ekki líkt og flest allir, að þeir voru valin skotmörk yfirvalda löngu áður en krökkunum voru lagðar línurnar í yfirheyrslunum og einangruninni. Þau höfðu ekki heldur stuðning verjenda eða lögmanna, líkt og þeir Magnús eða Bolli, sem lýstu þó í viðtölum eftir að þeim var sleppt hve hörmulega þeim leið í vistinni.

Auðvitað er mergurinn málsins sá, að það ætti að blasa við öllum að það er augljóslega fráleitt að Erla, Sævar og Viðar hafi getað verið búin að sammælast um þessar ásakanir á hendur Bolla og Klúbbsmönnum, því þau komu sannarlega aldrei nálægt þessum tveimur mannshvörfum eins og allir viðurkenna nú, þrátt fyrir allar hinar fráleitu ásakanir yfirvalda sem hinir raunverulegu Leirfinnssmiðir málsins spunnu og því ætti öll kraumandi reiði og biturð fjórmenningana fremur að beinast gegn þeim sem sannarlega eiga það skilið.


mbl.is Hagsmunir ríkisins að ljúka máli Erlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband