Færeyingar eru ekki vitlausir.

Tilefni nafngiftar færslunar er auðvitað fiskveiðisamningur sá sem Færeyingar og Rússar hyggjast endurnýja með hagsmuni beggja í fyrirrúmi, en eins og kom fram í viðtölum við nokkra færeyska stjórnmálamenn, þá skipta þessir samningar fiskvinnsluna, sérstaklega á norður-eyjunum miklu máli, auk þess að þessir dýrmætu samningar fyrir Færeyinga væru aðeins brota-brot af öllum þeim viðskiptum sem ESB stundar stöðugt við þá sömu Rússa.

Það er spaugilegt að ekki er unnt að finna frétt, né stafkrók um þessa samninga frænda og reyndar vina okkar hér á mbl.is, hvort sem það skýrist af ritstjórnarstefnu eigenda, manneklu eða vanhæfni svokallaðra blaðamanna miðilsins, en hlálegt er það allavega.

Þetta hugrekki frænda okkar gegn áróðursstríði okkar gegn Bolsévikunum að þessu sinni vegna Úkraínu dregur óneitanlega fram ýmsar minningar, en hvað okkur mörlanda varðar, þá finnst mér ætíð fyndið og ógleymanlegt þegar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið í Moskvu 2018 og reglulegar viðskiptaþvinganir í gangi þá, vegna meintra tilrauna Rússa til að eitra fyrir rússneskum feðginum í Englandi eða eitthvað í þá áttina, en þar náði undirlægjuháttur Íslendinga að mínu mati hæstu hæðum.

Íslenska knattspyrnulandsliðinu tókst í fyrsta og jafnvel eina skiptið að ná inn sjálfa úrslitakeppnina í knattspyrnu, en Forseti okkar Íslendinga sat heima og þorði ekki að mæta til að styggja ekki leiðtoga ESB eða NATO. Afsökunin var reyndar enn lélegari, en hún var sú að hann þyrfti að vera viðstaddur til að halda upp á afmæli Jóns Sigurðssonar - daginn eftir.

Auðvitað mættu forsetar og leiðtogar þátttökulandana til hvetja og styðja sína menn til dáða burtséð frá öllum boðum og bönnum - nema Guðni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Jónatan. Færeyingar eru snillingar. Vel rekið samfélag.  Það eru t.d. 5 jarðgöng í smíðum þessa daganna, geri Íslendingar betur. Fótboltavellirnir eru betri en á Íslandi, þótt þeir eigi ekki fótboltahús.  En snillin er að að átta sig á að þeir eru örríki sem hefur engin áhrif, sem passar sig á að halda kjafti og blanda sér ekki í slag stóru strákanna. Þetta hafa Íslendingar ekki fattað og haldið að þeir skipti máli. Fiskveiðistríð Íslendinga gegn Rússlandi hefur bara skaðað hagsmuni Íslendinga.

Birgir Loftsson, 27.11.2022 kl. 12:34

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir og þakkir fyrir innlitið.

Ég er algjörlega sammála þér hvað ágæti Færeyinga varðar og það nánast á öllum sviðum.

Hér á Íslandi dylst fáum eða engum að ógeðsleg spilling ríkir og landlægt stórmennskubrjálæðið stefnir þjóðinni í þrot fyrr en varir, þrátt fyrir öll góðu spilin sem okkur voru gefin.

Hér er því miður gagnstætt við litlu frændur okkar, ekkert sem segja má að sé til fyrirmyndar - því miður.

Jónatan Karlsson, 27.11.2022 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband