Hvað eru alvöru stríðsglæpir?

Sky TG24 segir það líklegt að líkin í Bucha séu myrtir stuðningsmenn Rússa.

Það er Sky TG24, önnur fréttastöð Ítalíu og systurrás Sky News, sem gerði frétt á vettvangi í Úkraínu um „stuðningsmenn Rússlands“ í landinu. Það er að segja: úkraínska ​​ríkisborgara. Málefni Úkraínumanna, sem eru hliðhollir Rússum, komu upp á yfirborðið í tengslum við fjöldamorðin í Bucha í mars en Rússum var kennt um morðin. Rússar sögðu aftur á móti aftökurnar vera verk nasista Úkraínuhers.

Sky ræddi við Viktor Lytovchenko, sem var einn þeirra sem varði borgina:
„Já, það voru úkraínskir stuðningsmenn Rússa í Bucha og þeir voru öðruvísi. Við eltum þá uppi, stöðvuðum og létum þá í vörslu lögreglunnar. Mörgum tókst að sleppa og margir eru enn í felum.“

Fréttastöðin útskýrir áfram:
„Umfram það sem Viktor getur sagt okkur, sem er augljóslega ekki allt, þá er líklegt að sumir eða til og með margir þeirra óbreyttu borgara, sem voru drepnir í Bucha hafi verið hliðhollir Rússum. Þegar öllu er á botninn hvolft er um svikara að ræða samkvæmt sjónarhorni Úkraínu og örlög þeirra í stríðinu alveg innsigluð.“


mbl.is „Alvöru stríðsglæpur“ að hindra kornútflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband