8.1.2022 | 17:17
Íslendingar dregnir inn í ófrið gegn vinaþjóðum okkar?
Nýjustu ummæli bandaríska utanríkisráðherrans Antony Blinken´s, frá þessum sérstaka aukafundi NATO, sem eftir honum voru höfð í hádegisfréttum RÚV, voru á þá leið að það væri þekkt staðreynd að þar sem Rússar væru búnir að koma sér fyrir, þá væri það þrautin þyngri að losna við þá aftur.
Það getur auðvitað verið að heilaþvotturinn í bandarísku skólakerfi sé svo yfirgripsmikill að nemendur þar álíti að risaherstöðvar Bandaríkjamanna sjálfra út um allar jarðir, á borð við þær í Japan og Þýskalandi vera sjálf sprotnar, eða þá reistar að beiðni heimamanna, en engir aðrir en þeir sjálfir eru í raun og veru jafn þaulsetnir í hernumdum löndum, nema þegar sönnum föðurlandsvinum auðnast að reka þá og auðvirðileg handbendi þeirra út með harðri hendi, líkt og nýlegt dæmi sannar.
Það er auðvitað sorglegt að við Íslendingar leyfum ráðamönnum okkar að taka þátt í þessum herlúðrablæstri gegn okkar gömlu vinum og bandamönnum, sem flestir landsmenn sjá þó auðveldlega í gegnum, líkt og átti sömuleiðis við um aðra morðleiðangra þessa svokallaða varnarbandalags og auðvitað ætti sjálf þjóðin að hafa tækifæri til að kjósa um þátttöku Íslendinga sjálfra í svona aðgerðum, í stað þess að láta vini og vandamenn fyrrnefndra hermangara og handbenda ráða för.
P.S.
Sorglegast þykir mér þó það vera, þegar víðsýnir og fjölfróðir karlar - án þess að nefna nokkur nöfn, trúa þessu öllu og taka hátíðlega, eins og amen í kirkjunni, auk nýlegrar illmælginni um aðra góða vinaþjóð okkar, sem Bandaríkjamönnum þykir nú vísast líka ógna einokun sinni og þar að auki í flestum tilfellum án þess að hafa nokkurn tíma komið þangað, eða vita nokkurn einasta skapaðan hlut um Kína, annað en glænýjar, skrautlega framleiddar hryllingssögur þaðan.
Funduðu um hernaðaruppbyggingu Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.