Háðulegur Hæstiréttur Íslands.


"Mér sýn­ist ís­lenska rétt­ar­ríkið hafa staðist prófið,“ seg­ir lögmaður dán­ar­bús Kristjáns Viðars Júlí­us­son­ar eftir að yfirvaldið dæmdi nokkrum fórnarlömbum Guðmundar-og Geirfinnsmála fébætur, en skiljanlega er lögmaðurinn að reyna að verja heiður og mannorð kollega sinna með þessari fráleitu fullyrðingu sinni um skaðabætur ódæðisins.

"Það er viður­kennt að Kristján þurfti að þola van­v­irðandi meðferð af hálfu rík­is­ins og mik­inn órétt um lang­an tíma sem litaði allt hans líf frá tví­tugu og fram í and­látið. Dóm­ur­inn staðfestir að Kristján hafi orðið fyr­ir al­var­leg­um rétt­ar­spjöll­um og að op­in­ber umræða hafi litað allt hans líf og öll­um sjón­ar­miðum rík­is­ins um fyrn­ingu verið hafnað"

Það má vera að með ótrúlegum styrk, þá hafi nokkur fórnarlamba þessara spunameistara myrkraaflana allt frá lögreglu til dómara Hæstaréttar auðnast að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir afplánun, en þeir Sævar, Kristján og Tryggvi eru látnir og þar fyrir utan er enn reynt að klína rætnum uppspuna rannsóknaraðilana á Erlu, sem situr óbætt hjá garði.

Því skal líka haldið til haga, að illgjarnt slúðrið og kjaftasögurnar eftir handtökur þessara ólánsömu ungmenna höfðu hörmulegar afleiðingar og splundruðu heilu fjölskyldunum til frambúðar, eins og margir ættu enn að muna og kannast við.

Ef einhver vilji væri til staðar hjá yfirvöldum, þá ætti enn að vera ráðrúm til að fá sjálfstæðan utanaðkomandi rannsóknaraðila til að leysa þessi mál, þó ekki væri til annars en að upplýsa tilefni feluleiksins og til að dæma hina sannarlega seku í þessum hörmulegu dómsmorðum.


mbl.is „Sýnist íslenska réttarríkið hafa staðist prófið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Meitlarar hófu að gera þetta mál upp þegar fáeinum löglærðum aðilum var bent á að þeir ættu að stefna þeim sem gerðu skýrslurnar sem upprunalegu dómarnir voru byggðir á. Þetta óttuðust Meitlarar meira en að gera upp dómsmórðin.

Guðjón E. Hreinberg, 18.12.2021 kl. 22:08

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, Guðjón. Hvað eru nokkur hundruð milljónir á milli vina gagnvart ragnarökum?

Jónatan Karlsson, 19.12.2021 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband