Bandaríkin - The Evil Empire.

Það ætti að vera öllum þokkalega hugsandi einstaklingum ljóst að hið eina sanna "Evil Empire" eru Bandaríki Norður-Ameríku og ekkert annað sem kemst í hálfkvisti við það hér á jörðu síðustu áratugina.

Síðasta dæmið um innræti heimsveldisins og undirlægju meðreiðasveina þess er þetta framsal Julians Assange úr strangasta fangelsi Bretlands til böðlana sem bíða hans spenntir, til að refsa honum fyrir það eitt að opinbera stríðsglæpi þessara óþokka.

Auðvitað þekkja nú allir og viðurkenna upplognar ástæður innrásarinnar í Írak og miskunarlaus illvirki þeirra út um allar jarðir, sem of langt væri að telja upp af þessu "litla" tilefni, en sumir minnast þess kannski enn, að þegar annar saklaus einstaklingur sat í fangelsi og beið framsals fyrir þær sakir einar að hafa teflt við andstæðing sem þóknaðist ekki bandarískum yfirvöldum.

Þá kom til sögunar íslenskur stjórnmálamaður sem sló í borðið og hafði stuðning sinna manna og okkar allra til að sýna þann manndóm, að veita Fischer íslenskt ríkisfang og krefjast lausnar hans.

En nú er hún Snorrabúð stekkur og enginn af hinum íslenska aðli og góða fólkinu öllu saman virðist veita þessu dómsmorði sem verið er að fremja fyrir opnum tjöldum neina athygli og svo ekki sé minnst á blessaðan forsetann, sem hlýddi fyrirmælum yfirboðara sinna og kúrði heima um árið, þegar Íslendingar börðust í fyrsta og einasta skiptið á heimsmeistaramóti í knattspyrnu.
Skammist ykkar.


mbl.is Heimilt að framselja Assange til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan.  Því miður er ekkert stórveldi gott í eðli sínu. Það er í eðli stórvelda að troða á rétti annarra.Þess vegna verður maður að varast að vera grúppía eða aðdáandi einhvers stórveldis. Alveg sama nafni hvað það heitir: Bandaríkin, Rússland, Indland eða Kína.

Stórveldapólitíkin er ljótur leikur. Þess vegna hef ég varað við að við Íslendingar treystum um of á Bandaríkin til varnar landsins. Ég sagði 1999 að bandaríska varnarliðið væri að íhuga og myndi sennilega yfirgefa landið. Enginn hlustaði á mig, enda "nobody" út í bæ. Svo gerðist það 2006 að Bandaríkjamenn kvöddu hvorki kóng eða prest og yfirgáfu Ísland. Ég hafði rétt fyrir mér.

Minnast ber orð Hallór K. Laxnes í Íslandsklukku, að betra að vera magur þræll en feitur þjónn, því hinn fyrrnefndi héldi frelsi sínu í anda.

Við Íslendingar eigum ekki að treysta einum eða neinum, hvorki BNA eða ESB, eða Norðurlönd, enginn kemur til hjálpar ef þessir aðilar eiga sjálfir við vanda að stríða. Sjá mátti þetta 2008. Tryggjum eigin efnahag og öryggi ríkisins og treystum EKKI á aðra. Og ekki fyljga aðra fram í rauðan dauðann (sbr. viðskiptabannið á Rússland). Ísland setti sjálft sig í viðskiptabann með þann gjörning!

Birgir Loftsson, 10.12.2021 kl. 22:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég dróst ung inn í dálæti á Bandaríkjunum; það helgaðist af því sem fyrir augum bar og í fréttum heyrði og kynntist fyrst sjálfu setuliðinu sem lék við börn eins og góðir frændur gerðu.Síðar varð hjálp þeirra við að vinna Nazista-böðlana þeim ævarandi þakkarverð. -- Birgir ég held að eftir strið hafi verið fulkomlega rétt að fá Bna til að verja okkur. Við vitum að tíminn líður á sama hraða á öllum hnettinum,á meðan þjóðhöfðingjar hverfa og nýir taka við. 1999 get ég skilið að þér hafi komið það til hugar að BNA hirfi á braut.-Hér óx vinstralið til áhrifa og fór reglulega i "Keflavíkurgöngur. Komu illa fram við háttsettan gest þeirra sem boðuð var til að þiggja orðu ísenska rikisins,en fórst fyrir,þar sýndi smáveldið fáheyrðan dónaskap.BNA hafði þó alltaf sent þyrlur sínar til bjargar þegar við vorum í nauð.- Milljóna stórþjóðir eiga urmul af góðu fólki,en því miður ræðst það ekki alltaf í áhrifastöðður. Fyrst ég er byrjuð get ég svo vel endað með að taka undir með þér í seinustu 4 málsgreinunum,en það gildir ef við berum gæfu til að eiga slíka einhuga ríkisstjórn.  

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2021 kl. 02:38

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Sérstaklega líkar mér við tilvitnun þína í Laxnes því hún lýsir okkur, feitu þjónunum svo ágætlega. Það er einfaldlega sorglegt að vera vitni að valdastétt okkar, konum og körlum til vinstri og hægri fylgja ósómanum eftir í hópi og reyna að sannfæra sjálfa sig og okkur hin um réttmæti verknaðarins, hversu ógeðslegt sem það kann að vera.

Jónatan Karlsson, 11.12.2021 kl. 10:34

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Helga.

Líkt og þú, þá var ég alinn upp við þá heimsmynd að Vesturveldin hefðu barist hetjulegri baráttu við hið illa og með guðs hjálp haft sigur og fræknastir af öllum voru þó hetjurnar úr helförini, þeir Moshe Dayan, Begin og Sharon.

Síðan liðu árin og Rússarnir bandamenn okkar urðu verstu skrímsli, en Þjóðverjar og Japanir með sinn keisara og hefðir urðu bara bestu strákar og svona hefur þetta haldið áfram alveg síðan.

Við höfum dansað með Bandaríkjamönnum gegnum N-Kóreu, Vietnam, Íran, Írak, Lýbíu, Sýrlandi og nú síðast gegn Kínverjum og alltaf skriðið á eftir og reynt að fylgja þeim að málum, en þegar kemur að jafn hlægilegum, smánarlegum ofsóknum líkt og á við um þá Fischer og Assange, þá ber okkur hreinlega að stinga niður fæti - ekki satt Helga?

Jónatan Karlsson, 11.12.2021 kl. 10:55

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

 Botna ekkert í þessari færslu. Höfundur hefur varið Kína, sem er tíu sinnum verri mannréttindabrjótur en USA, en ræðst að Bandaríkjunum fyrir að lögsækja mann fyrir njósnir.

Norska ríkisstjórnin dæmdi Arne Treholt í 20 ára fangelsi og hann sat níu ár í hámarksöryggisfangelsi. Eigum við að slíta stjórnmálasambandi við Noreg? Hvaða ríki í heiminum lögsækir ekki þá sem það grunar um njósnastarfsemi gegn sér?

Theódór Norðkvist, 11.12.2021 kl. 12:49

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Theódór.

Þakka þér athugasemdina og kannski sérstaklega vegna þess að eflaust ómeðvitað ert þú með henni í raun og veru að styðja við fullyrðingar mínar.

Jónatan Karlsson, 11.12.2021 kl. 14:39

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér sömuleiðis fyrir að svara (ekki, eiginlega) vegna þess að með því ertu eflaust ómeðvitað að styðja við fullyrðingar mínar og spurningar, með því að sýna að þú hefur ekkert svar við þeim.

Eða þú veist að ef þú svarar heiðarlega, þá staðfestirðu málflutning minn. Allir sjá að ekkert ríki lögsækir ekki þá sem njósna gegn sér og að ekki er tilefni til að slíta stjórnmálasambandi við Noreg, fyrir að gera nákvæmlega það sama við Arne Treholt og USA gæti hugsanlega gert við Julian Assange.

Theódór Norðkvist, 11.12.2021 kl. 17:19

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég trúði þessu um tíma, talaði oft um það í myndskeiðum. Svo einn daginn baðst ég afsökunar á að hafa trúað Marxískum rangsnúninga kenningum sem væru að undirbúa niðurtöku vesturlanda með því að grafa undan mati okkar á eigin menningu, því hún er stærri og flóknari en þetta.

Kann samt vel að meta. Því greiningin er ekki röng. Bandaríska heimsveldið er sekt um ótrúlegar lygar og glæpi.

Við getum hins vegar rætt þessa glæpi innan Nató gúlagsins, en Marxista klúbburinn sem nú er að yfirtaka vesturlönd og leggja þau niður, eru þúsundfalt verri og innan fárra mánaða þurfum við að sækja um leyfi til að viðhafa þessa samræðu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 12.12.2021 kl. 16:14

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón.

Ég er sammála þér í aðalatriðum, þó svo að mér þyki þú leggja of mikið upp úr því frelsi okkar að geta hnýtt í stórveldin á báða bóga hér á mogga-blogginu, eða í NATÓ-gúlaginu, eins og þú kallar það, en þó eru undantekningar þar á eins og þú veist, en svo ég komi aftur að marxistum eða eins og ég vildi heldur kalla neo- eða öfga demókrata, þá eru bókabrennur, styttubrot, mannorðsmorð og sögufalsanir ástæður þess að þetta rómaða ritfrelsi sem þú prísar, í raun og veru ekki meira en svo að fáir eða engir dirfast að skrifa um ákveðin forboðin málefni eða jafnvel skrifa ákveðin orð hér blogginu, án þess að eiga útskúfun eða aftöku á hættu.

Jónatan Karlsson, 12.12.2021 kl. 18:00

10 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir það, Jónatan. Ég vona að við munum búa við það næstu áratugina að geta rætt þetta almennilega.

Guðjón E. Hreinberg, 12.12.2021 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband