24.4.2021 | 15:09
Einstakur kappi
Að bæta þrjátíu ára heimsmet í 200 metra baksundi um sekúndu, en ekki sekúndubrot, er ekkert minna en heimsfrétt og væntnlega aðeins fyrirboði gullregns á komandi stórmótum.
Þessi tvítugi strákur hefur vakið athygli mína líkt og flestra Íslendinga fyrir leiftrandi hæfileika sem tónlistarmaður og lagasmiður, en síðasta árið hefur okkur öllum líka gefist tækifæri að kynnast honum sem fjölmiðlamanni í frábærum þáttum hans á Útvarpi Sögu.
Það sem vekur mesta aðdáun mína í fari Más Gunnarssonar eru þó ekki endilega augljósir hæfileikar hans sem íþróttamanns og tónlistarmanns, heldur öllu fremur einstaklega jákvæð framkoma og lífsýn hans sem heilsteyptrar manneskju.
![]() |
Már setti heimsmet í Laugardalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.