Glæpsamlegt að ræna lífeyrissjóðina.

Ef áætlanir þess efnis að láta lífeyrissjóði almennings greiða tugi eða hundruðir milljarða inn í rekstur Icelandair, þá getur það varla talist annað en þjófnaður.

Hlutverk lífeyrissjóða er einungis að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sinna með öruggum fjárfestingum og ekki láta undan þrýstingi og hótunum til að leggja fé í óarðsamt dauðvona flugfélag, eins og nú er örugglega unnið að hörðum höndum.

Ef alþjóðlegir áhættufjárfestar, eða t.d. nýr eigandi hótela félagsins sjá ekki nein tækifæri í áframhaldandi rekstri félagsins, þá þýðir það einfaldlega að þrátt fyrir áratuga einokun, styrki og stuðning, þá gengur svona lúxus rekstur einfaldlega ekki lengur.


mbl.is „Mjög mikilvægt“ fyrir félagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það má alveg fljóta með að eftir bestu heimildum, þá hefur lífeyrissjóður atvinnuflugmanna sömuleiðis selt nær öll hlutabréf sín í Icelandair.

Jónatan Karlsson, 19.7.2020 kl. 20:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stjórnendur lífeyrissjóðanna fjárfesta væntanlega aðeins í Icelandair ef þeir telja áætlanir félagsins trúverðugar og rekstrarumhverfið þannig að líklegt sé að áætlanirnar standist. Eða það skyldi maður vona.

En fyrst þú talar um "öruggar" fjárfestingar, þá er það nú einu sinni svo að engar fjárfestingar eru öruggar. Þær eru hins vegar misöruggar. Flugfélög hafa í gegnum tíðina verið fremur ótraustar fjárfestingar þótt vissulega hafi þau stundum gefið vel af sér. En þá kemur verðið líka til sögunnar. Staða Icelandair núna er þannig að það er líklegt að verð hlutabréfa í útboði verði afar lágt. Og ef sú spá stenst gæti fjárfestingin verið skynsamleg, jafnvel þótt um sé að ræða flugfélag.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2020 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband