Um framtíðarhorfur Icelandair.

Snýst ekki kjarni Flugleiðamálsins fremur um sannleiksgildi ákæru um glæpi, eða málaferli um róg og rangar sakargiftir, fremur en um samninga Icelandair við kröfuhafa?

Það hlýtur að liggja í augum uppi að ef gjörningur sá sem Ragnar Þór Ingólfsson dregur upp af framferði nafngreindra einstaklinga af fjármálastýringu félagsins á við rök að styðjast, þá hlýtur sögu þessa fornfræga flugfélags að ljúka snarlega með þeim ljóta bletti.

Aftur á móti hafa þessir sömu einstaklingar sem Ragnar dregur fram í dagsljósið rétt á að verjast og kæra hann fyrir róg og meiðyrði.

Ef niðurstaða meiðyrðamálsins yrði sú að ekkert misjafnt hafi átt sér stað og forsvarsmenn Icelandair hafi sannarlega verið bornir röngum sökum, þá má til sanns vegar færa að töluverð rök séu fyrir því að enn frekar sé seilst í vasa almennings til að halda Flugleiðum á floti.


mbl.is Önnur bylgja ekki haft áhrif á fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband