Veirupróf skilyrði fyrir heimsókn.

Nú hlýtur að vera tímabært að taka upp kerfi í líkingu við ESTA umsóknina sem fylla þarf út fyrir Bandaríkjaheimsókn. Þá umsókn er hægt að fylla út á netinu og kostar frekar lítið og dugir nú að mig minnir í tvö eða þrjú ár.

Nú á COVID-19 tímum er ekkert nema eðlilegt að hver sem hyggur á ferðalög erlendis geti lagt fram dagsett veirupróf því til sönnunar að hann sé ekki smitberi, hvert sem ferðinni er heitið.

Allt tal um að kanna heilbrigði farþega eftir komuna til landsins er bæði dýrt og kjánalegt, því öllum ætti að vera ljóst að ef einhverjir sýktir eru um borð í vélinni, að þá er fjandinn laus.

Fyrir t.a.m. Kínverja sem sækja um visa inn í Schengen, væri þetta einungis lítil viðbót við öll þau skilyrði sem þeir þurfa að uppfylla til að hljóta heimildina, en þar er t.d. krafist að lágmarki 30.ooo euro ferðatryggingar og banka yfirlýsingar sem sanni að umsækjandi hafi átt a.m.k. 30.000 yuan á reikningi sínum í meira en eitt ár, fyrir utan bókaða heimferð, uppihald o.þ.h.

Þetta hóflega íslenska ESTA gæti auðvitað líka leyst umdeilda kröfuna um náttúrupassann og myndi auðvitað að mínu mati gilda fyrir alla gesti aðra en Færeyinga og Grænlendinga.


mbl.is Getum ekki verið eins og íslenski hesturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta væri jafnframt sérlega borðleggjandi í tilfelli Kínverskra ferðamanna þ.e. fyrir Covid 19 var Ísland ekki einu sinni á kortinu sem áfangastaður fyrir Kínverja skv. könnun sem þarlend stofnun gerði en eftir Covid 19 er Ísland komið í sjötta sæti yfir áfangastaði sem Kínverjar vilja heimsækja.

Kínverjar eru nánast helmingi fleiri en Bandaríkin og Evrópa samanlagt og það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að fatta hvað 1-2 milljónir ferðamanna frá Kína myndi þýða fyrir pyngju ferðaþjónustunnar á Íslandi. Við gætum í raun bara sett fólk frá öðrum löndum (utan Færeyja og Grænlands) á ís þar til Covid19 er komið tryggilega undir kontról þar. 

Þreifingar eru sem betur fer nú þegar komnar í gang varðandi möguleika á að hefja beint flug frá Shanghai til Íslands með einu flugfélagi til að byrja með og vonandi að það hefjist strax í júní til prufu fyrsta kastið. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 17.5.2020 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband