Tekur Boeing Icelandair með sér í gröfina?

­Það blasir líklega við flestum að flugvélaframleiðandinn Boeing er liðinn tími, líkt og reykingar og frjálst kynlíf.

Það liggur í augum uppi að þegar stór og jafnvel meirihluti flugfarþega fullvissar sig um að fyrirhuguð flugferð sé ekki með Boeing þotu, þá hljóti að vera tímabært fyrir þennan fornfræga framleiðanda að venda kvæði sínu í kross.

Auðvitað heldur vopna og hergagna framleiðsla Boeing áfram líkt og ekkert hafi gerst, en hvað farþegaflugið snertir, þá verða þessir frábæru flugvélahönnuðir, sem þeir sannarlega eru, einfaldlega að finna sér nýtt heiti og líklega kínverskt, ef þeir vilja ekki tapa aleigunni.

Það er einungis sorglegt og grunsamlegtað fylgjast með staðfastri trúfestu Icelandair við við þennan tapaða eða jinxed málstað aumingja Boeing á síðustu metrunum.


mbl.is Rauður dagur hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband