Áfram skal vaðið með skipulags ruglið í Reykjavík.

Það er sorglegt nú á síðustu árum að fylgjast máttvana með fáranlegum skipulagsframkvæmdum borgaryfirvalda hér í Reykjavík og nú síðast þessi vitfirrta draumsýn sem sjá má á meðfylgjandi yfirlitsmynd Hlemmtorgs.

Á umræddri mynd má sjá stórt torg og að því virðist hundruð Reykvíkinga í ótilgreindum erindagjörðum. Það virðist vera búið að reisa þrjú glerskýli til viðbótar, sem líklega eru biðstöðvar og miðasölur fyrir troðfullar borgarlínulestir sem streyma látlaust hjá.

Það má vera að við örfá tilefni, líkt og stórbrotnar samkomur hinsegin borgarbúa að sumarlagi, eigi þessi tálmynd við einhver rök að styðjast, en alla jafnan hljóta allir þeir borgarbúar sem heilbrigðir mega teljast að gera sér fulla grein fyrir að þetta svæði verður í besta falli aldrei annað en kuldalegur vindblásinn minnisvarði um afdrifarík skipulagsmistök, þrátt fyrir allar aðvaranir.

Nýlega var birt könnun sem gerð var á Akureyri, en þar í bæ eru fimm strætisvagna leiðir og frítt fyrir alla í strætó, en eigi að síður þá er notkun allra þessara almenningsvagna lítil og fer þar að auki minnkandi.


mbl.is Bílarnir víkja af Hlemmtorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru rottur þarna á myndinni, sem sýnast vera fólk.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2019 kl. 21:48

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er eitthvað eitthvað undarlegt við þessa áráttu Íslendinga að rífa og eyða eldri húsum og svæðum, sem í raun og veru eru þó hluti af sjálfsmynd okkar flestra.

Það bendir mögulega til einhverskonar ófullnægingar og minnimáttar tilfinninga þeirra sem brotist hafa til áhrifa og valda.

Jónatan Karlsson, 7.12.2019 kl. 22:32

3 identicon

Já, minnstu nú ekki á þetta ógrátandi. Það er heldur ekkert verið að hugsa um okkur eldri borgarana, eða hvernig við eigum að geta komist milli staða. Ég var einmitt að velta fyrir mér, hvernig ég geti komist héðan vestan úr bæ og inn í Hátún, þar sem ég er í sjúkraþjálfun, eða þá, þegar ég á erindi í önnur hverfi borgarinnar, þegar búið verður að loka Hlemmi. Líklegast með leigubílum úr þessu, því að varla er hægt að nota vagnana, heldur ekki þegar þessi fáránlega Borgarlína kemur til skjalanna. Varðandi þá línu ættu menn að lesa viðtal við borgarstjórann í Árósum í Jótlandspóstinum, sem ég las í síðasta mánuði, þar sem hann sagðist hafa séð stórlega eftir því að hafa leyft þetta eða komið því á, því að það hafi komið í ljós, að það sé stórfellt tap á fyrirtækinu. Ég spurði í því sambandi, hvernig þetta mundi vera hérna, ef þessi borgarlína borgar sig ekki í helmingi stærra bæjarfélagi eins og Árósum. Þetta jólasveinalið í borgarstjórninni hérna er orðið snargalið, og virðist ekkert vita, hvað það er að hugsa einu sinni, hvað þá gera. Það þarf að fara að losa okkur við þetta lið, áður en það leggur bæinn algerlega í rúst og gerir fólki ómögulegt að búa hérna, ekki síst okkur, sem eldri erum, og þeim finnst líklegast, að eigi engan tilverurétt að eiga. Það er ekki hægt annað en spyrja, hvar þetta endi eiginlega, ef áfram heldur sem horfir. Við borgarbúar verðum að fara að taka okkur saman og reyna að stöðva þetta rugl, áður en lengra er haldið en komið er, og koma þessu jólasveinaliði úr ráðastólunum. Ég trúi því varla, að stjórnarandstaðan í borginni geti verið verri en sú sitjandi. Það er líka kominn tími til að skipta um fólk í brúnni. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband