Fljúgandi líkkistur eða óþörf flughræðsla?

Það er líklegt að tvö til þrjú áfalla laus ár í rekstri Boeing MAX véla þurfi í það minnsta til að þetta fornfræga fyrirtæki öðlist fullt traust ferðalanga á ný.

Það segir sig sjálft að þessi tvö mannskæðu hröp urðu varla einungis vegna bilana í tölvum, því þá hefði viðkomandi tölva einfaldlega verið lagfærð og vélarnar komnar innan skamms í loftið á ný.

Er ekki ástæðan einfaldlega sú að líkt og t.a.m. Ómar Ragnarsson hefur bent á, að vegna hönnunar breytinga þá hafi flug eiginleikar þessarar nýju Max vélar breyst þannig að hún hafi óeðlilega tilhneigingu til að ofrísa og því hafi hönnuðir ætlað að láta tölvu hafa vit fyrir flugmönnum vélarinnar.

Auðvitað verða þessar vélar fínar og flottar þegar þær verða loks útskrifaðar, en þeir eru örugglega margir sem ekki áforma að vere tilraunadýr með fjölskyldum sínum, þannig að ráð mitt til fjárvana Icelandair er að sjálfsögðu að krefjast skaðabóta og rifta tafarlaust öllum kaupsamningum áður en það verður of seint.


mbl.is Betri afkoma Icelandair en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf Icelandair að endurvinna traust? Er það ekki frekar Boeing? Þar fyrir utan, ef hefðiru kynnt þér málin kannski aðeins betur hefðiru séð að einsog stendur í lokaskyrslu um Lionair slysið voru þar margir þættir sem ollu því. Níu mismunandi þættir, væri einn tekinn burt hefði slysið ekki orðið. Auðvitað var hönnun Boeing þarna galin og þarf klárlega að taka til hjá þeim. En það er ekki hægt að skella skuldinni einungis á þetta. Það voru brotalamir á uppgerð þessa skynjara hjá utanaðkomandi fyrirtæki, sem svo var settur í vélina, það klikkaði margt í viðhaldi og skráningu þess hjá Lionair og eins þjálfun flugmanna þeirra. En þeir brugðust rangt við aðstæðum, þó að þeir hefðu ekki verið þjálfaðir sérstaklega fyrir MCAS þá eru margir aðrir hlutir sem komu upp og hefðu brugðist rétt við hefði þetta aldrei gerst. Ef þú skipar sögu Lionair þá er hún ekki falleg. Skv bráðabirgðaskýrslu Ethiopian slyssins brugðust þeir flugmenn heldur ekki rétt við þó að á þeim tíma var búið að gefa út sérstakar leiðbeiningar frá Boeing um þetta kerfi.

Ég dreg í efa að þetta hefði gerst hjá vestrænum flugfélögum, en þjálfun og viðhald hjá Icelandair er og hefur alltaf verið mjög góð.

Já það mun taka tíma að vinna aftur traust almennings, en hluti sá vanda er einmitt samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, bloggarar ofl þar sem fólk skrifar einsog þú um þetta augljóslega án þess að hafa nokkra þekkingu á málinu. Svo les annað fólk þetta og eðlilega trúir því þar sem það veit ekki betur. 
Það þarf staðreyndir, bara þannig er hægt að laga hlutina og sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur

Davíð (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband