Hörmuleg verðmæta og matarsóun.

Það er blátt áfram sorglegt að verða vitni að því að hundruðum tonna af úrvals hvalkjöti sé fargað af einhverjum furðulegum hvötum, á einmitt sama tíma og matarsóun er mjög til umræðu.

Væri nú ekki skynsamlegra að velbúnir, en ætíð févana björgunarsveitarmenn skelltu sér í karlmannlegt grindadráp að hætti frænda okkar í Færeyjum, sérstakega og jafnvel einungis þegar hvalavöðurnar synda ótilkvaddar í strand og bjarga öllu þessu úrvals kjöti, sem þeir gætu síðan ýmist selt eða gefið þurfandi aðilum?


mbl.is Aflífa alla eftirlifandi grindhvali á Langanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi hvalahræ verða étin eftir sem áður af öðrum dýrategundum.  Það er þó huggun...

Kolbrún Hilmars, 7.9.2019 kl. 11:32

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt segirðu Kolbrún, en kæmi það ekki í sama stað niður, þó leið grindhvalanna í dýra paradísina lægi fyrst í gegnum meltingarveg borgandi matgæðinga, áður en frumstæðari tegundir gætu notið frekari afganga.

Eins og tíðarandin er hér í ruglinu, þá væri því miður líklegara að uppástunga um að jarðsetja hvalhræin í vígðri mold hlyti hljómgrunn meðal almennings, fremur en að nýta þetta úrvals kjöt til manneldis.

Jónatan Karlsson, 7.9.2019 kl. 15:27

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það þarf ekki að veiða þá, bara grípa þá þegar þeir eru komnir í land!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.9.2019 kl. 19:23

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það verður líklega að blóðga þá.

Jónatan Karlsson, 7.9.2019 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband