Skemmtilegt stelpuspark.

Meg­an Rapi­o­ne, vara­fyr­irliði banda­ríska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, hellti sér yfir FIFA, Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið, á frétta­manna­fundi í Lyon í gær­kvöld og sagði að sam­bandið sýndi kon­um í íþrótt­inni lít­ilsvirðingu.

Ég get nú ekki orða bundist vegna ummæla þessarar fótboltakonu, sem er að ég held einmitt sú sama sem viðurkenndi opinberlega fyrr í vikunni að styrkur bestu kvennaliða í knattspyrnu væri borin uppi af lesbíum.

Ég viðurkenni fúslega að stúlkurnar á þessu heimsmeistaramóti spila bæði skemmtilega og spennandi knattspyrnu, en verð þó að minna kvennkyns fótboltaspilara og aðstandendur þeirra á, að yfirvöld og skattgreiðendur, sem þó að stærstum hluta eru hvað sem öllu líður karlmenn, hafa gert allt sem mögulegt er, til að styrkja konur til dáða í fótbolta sem og á öllum öðrum sviðum, að því ég best veit.

Kvennaknattspyrna er kannski ágætt dæmi um ríkjandi ástand og kröfur í öllum þessum svokölluðu jafnréttismálum sem óneitanlega lita kynslóð okkar í öllum litum að hvítum og svörtum ógleymdum.

Væri það til of mikils mælt að í þessu sparki sem og á öðrum sviðum, að nú fengi aðsókn og áhugi almennings, jafnt karla sem kvenna að skera úr um styrki og fjárveitingar til málefnisins, fremur en óraunhæf feminísk draumsýn?


mbl.is Rapinoe hellti sér yfir FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband