Sjúka bananalýðveldið Ísland.

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sýnir úthald og þrautsegju í þessari kröfu sinni um að öll gögn um glæpsamlega framgöngu Íbúðalánasjóðs og auðvitað þeirrar stjórnar og ráðherra sem þar ráða ríkjum verði opinberuð og gerð heyrinkunn.

Miðflokkurinn og þessi sami þingmaður virðast nánast einir standa í vegi fyrir því að Alþingi greiði af ókunnum ástæðum götu erlendra auðhringja auðvitað ásamt íslenskum erindrekum þeirra beinan aðgang að auðlindum þjóðarinnar.

Þessi tvö dæmi og fjölmörg önnur sýna svo ekki verður um villst að tvær þjóðir eru í okkar litla landi.

Önnur er auðvitað þjóð embættis og valdamanna, sem skartar t.a.m. langsamlega hæstu launagreiðslum og kjörum til þeirra á heimsvísu, á sama tíma og sótsvartur almúgurinn býr við sífellt meiri kjararýrnun sífellt blandaðari af stórfelldri viðbættri ábót meðfærilegra erlendra verkamanna, á meðan hin þjóðin heldur vel um sitt og stendur vörð um kjör og hlunnindi sinna, auðvitað án nokkurar framandi íblöndunar í forréttindin öll og gæðin.

Þetta sjá og gera sér flestir Íslendingar sér grein fyrir, því öll getum við verið sammála um að óbreyttur einstaklingur sem býr á þessum okurleigu markaði og á ekki heldur rétta eða öllu heldur þá foreldra sem geta lánað eða gefið honum fyrir útborgun í kaup á íbúð, að sá einstaklingur getur aldrei komist upp í að eignast þak yfir höfuðið.

Að lokum eru það lífeyrisþegarnir sem er gert lögum samkvæmt að hætta brauðstritinu 67 ára gamlir, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, þá vitum við líka öll, að ef þessir eftirlaunaþegar geta einungis lifað með einhverri reisn, ef þeim hefur auðnast að eignast skuldlausa húseign, því ef þeir eru til dæmis úr þeim hópi sem missti húseign sína í hendur banka eða íbúðalánasjóðs í hinu svokallaða hruni eða ráni og þurfa að greiða himinháa íbúðaleigu, þá gengur dæmið einfaldlega ekki upp.
Allir þessir eftirlaunaþegar og undirmálsfólk verða einfaldlega að hrekjast af landi brott í ódýrara og heilbrigðara umhverfi.

Ef ekki væri vegna félagana Sigmundar Davíðs og sérstaklega þó Gunnars Braga Sveinssonar og aðkomu þeirra allri að dýrkeyptum viðskipta þvingunum gagnvart vinaþjóð okkar Rússum, en þó sérstaklega vegna upploginar uppsagnar aðildarumsóknar okkar að Evrópusambandinu, þá væri mér skapi næst að gefa Miðflokknum atkvæði mitt í komandi (vonandi) kosningum.


mbl.is „Þetta er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Jónatan, fer ekki að verða tímabært að blása til einhverra aðgerða til að sprengja þessa ríkisstjórn frá og þingrof til að kjósa nýtt fólk sem hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi öndvert við flest hyskið sem þarna situr í dag.

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 30.6.2019 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"upploginar uppsagnar aðildarumsóknar okkar að Evrópusambandinu"

Hvað var upplogið við hana?

Ég fylgdi því sjálfur eftir við vefstjóra ESB að fjarlægja Ísland af lista yfir "umsóknarríki" á vefsíðum ESB. Hann hefði ekki fjarlægt Ísland af þeim listum nema vegna þess að það er ekki lengur umsóknarríki.

Sá sem heldur því fram að Ísland sé enn þá "umsóknarríki" hjá ESB verður að sanna slíkar fullyrðingar, en það er ekki hægt því opinberar upplýsingar frá ESB sjálfu segja aðra sögu.

Kenningar um að Ísland sé enn "umsóknarríki" eru upplognar.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2019 kl. 17:23

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eru ekki allir flokkar með einhvern skít undir skónum? Miðflokkurinn er þó að benda á ýmislegt sem aðrir flokkar þegja um og er það vel.

Sigurður I B Guðmundsson, 30.6.2019 kl. 19:58

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir drengir.

Ég er sammála Hrossabresti og skil sjónarmið Sigurðar, en verð að biðja Guðmund að anda rólega og gúgla spurninguna um umsóknarríki ESB, en þar má lesa að samkvæmt Wikipediu séu eftirfarandi ríki opinberlega umsóknarríki að Evrópusambandinu: Albanía, Ísland, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland.

Þar stendur líka að vísu að ríkisstjórn Íslands hafi þó ákveðið að stöðva aðildarviðræður.

Jónatan Karlsson, 30.6.2019 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband