Ekki svo vitlaust.

Nú keppast allir málsmetandi talsmenn hinna ýmsu stofnana við að lýsa vanþóknun sinni á nýjustu hækkunum bankastjóra Landsbankans, en minnast nú lítið eða ekkert á fjörtíu prósenta hækkun kjararáðs fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Nú í aðdraganda kjarasamninga er það líklega ekki svo vitlaust að draga þessa síðustu hækkun bankastjórans til baka, svo heimskur lýðurinn hætti að ergja sig á höfðinglegum kjarabótum landsfeðrana - sem örugglega stendur ekki til að hrófla við.


mbl.is Ósátt við „vitleysishækkun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski ágætis smjörklípa bara. Reka bankastjórakvikindið með skömm og ráða einhvern sem á erfitt með að fá vinnu, t.d. aflóga pólitíkus, í jobbið á þingmannslaunum.

Gunnar Bragi kemur sterkur inn embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2019 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband