Á að einkavæða fangelsi?

Á hverjum einasta degi les maður fréttir af umferðarslysum, þar sem dópaðir og ölvaðir einstaklingar fá að leika listir sínar í umferðinni oftar en ekki á stolnum eða ótryggðum ökutækjum - flestir þegar sviptir ökuréttindum ævilangt, en ítrekað eru þessir skaðvaldar látnir lausir og saklausir skattgreiðendur látnir sjá um að greiða tjón og allar sektir og bótagreiðslur glæpamannsins, því hann er lang sjaldnast ekki svo vitlaus að honum komi til hugar að greiða sjálfur, enda líklega á ævilangri örorku, líkt og á víst við um marga, eða jafnvel flesta þessa góðkunningja lögreglunar.

Hér á Íslandi vilja áhrifamenn ólmir einkavæða öll fyrirtæki sem hægt er að auðgast á, en einmitt fyrirbæri eins og fangelsi og aðrar endurhæfinga stofnanir sem eftir því sem ég best veit, skila stjarnfræðilega slökum árangri, eru rekin á framfæri ríkisins með ógryni starfsmanna og sérfræðinga án sjáanlegs árangurs, eins og staðfestar tölur um endurkomu fanga og auðvitað þessar daglegu fréttir sanna - þennan rekstur á ríkið (við) endilega að sjá um.

Fangelsi hlýtur að eiga vera þannig staður, að þegar fangi hefur lokið afplánun heiti hann sjálfum sér því, að þangað ætli hann aldrei að koma aftur.


mbl.is Handtekinn eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki vandamálið helst það að viðkomandi eru einmitt EKKI settir í fangelsi?  Ef marka má fréttir er þessum brotamönnum alltaf sleppt út á göturnar eftir yfirheyrslu, margoft, þar sem þeir hafa engu að tapa lengur og halda áfram að "leika listir sínar í umferðinni".

Kolbrún Hilmars, 16.2.2019 kl. 15:20

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hárrétt Kolbrún.

Þar fyrir utan verður t.a.m. bráðlega þörf fyrir hraustar hendur í vegavinnu fyrir austan fjall, sem er jú alveg tilvalin leið fyrir fanga að vinna sér fyrir fæði, húsnæði, gæslu og auðvitað skuld þeirra við þjóðfélagið.

Jónatan Karlsson, 16.2.2019 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband