Til hamingju Reykjavík.

Ég verð að óska Reykvíkingum og auðvitað sérstaklega Sjálfstæðismönnum til hamingju með þá ákvörðun Eyþórs Arnalds að gefa kost á sér í þessari leiðtoga kosningu.

Þó núverandi borgarfulltrúar D lista eigi sínar góðu hliðar, þá er afstaða Áslaugar til skipulags og framtíðar Reykjavíkur flugvallar þekkt og óásættanleg, en Kjartan einfaldlega of ljúfur og meðfærilegur, þó bæði verði að teljast reyndir og góðir liðsmenn.

Aðeins einn annar Sjálfstæðismaður gæti skákað Eyþóri í þessu kjöri, en það er auðvitað hinn vinsæli bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, sem virðist þó ætla að bíða rólegur síns tíma.

Með Eyþór í broddi fylkingar, álít ég að dagar Dags séu taldir og ráðdeild og skynsemi muni brátt leysa af hólmi alla óstjórn og spillingu í Ráðhúsi Reykjavíkur.


mbl.is Eyþór vill leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

P.S.

Ég verð að láta það fylgja með einlægum hamingjuóskum mínum, að sjálfur er ég af margvíslegum ástæðum ekki Sjálfstæðismaður, en eigi að síður þá álít ég að leiðtogi eins og Eyþór, sé fær um ímist að skera niður, eða bæta í og snúa núverandi rugli og óráðsíu til betri vegar.

Líklega mun þó D listinn þurfa samstarfsflokk í þeirri vegferð og kemur þar einungis eitt framboð í borgar pólitíkinni til greina, en þar á ég auðvitað við tilvonandi sigurvegara kosninganna í vor, sem verður auðvitað Flokkur fólksins, eins og engum ætti að koma á óvart.    

Jónatan Karlsson, 10.1.2018 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband