Vandræðaleg blaðamennska.

Það er ekki mikið gert úr fagnaðarlátum íbúa Aleppo og reyndar Sýrlands alls i þessari frétt mbl.is, sem er töluvert frábrugðið þeim myndum af fagnandi Sýrlendingum sem skreyta forsíður fjölmiðla um heim allan aðfangadag jóla árið 2016.

það er reyndar sama "hógværðin" i annarri af forsíðufréttum dagsins, þar sem fjallað er um fordæmingu öryggisráðs S.Þ. a ólöglegu landráni gyðinga i Palestínu, en það sem láðist algjörlega að nefna i frásögn "blaðamanns" Mbl. er nefnilega sá fáheyrði atburður að fulltrúar Öryggisráðssins klöppuðu fyrir samþykktinni.

Þessar tvær fréttir og skömmustuleg framsetning þeirra hér i blaði dagsins, sýnir nefnilega greinilega hlutdræga afstöðu grút - máttlausa einstaklinga þeirra er gefa sig út fyrir að vera blaðamenn hér á skerinu.

Ég veit ekki hvort um er að kenna fávisku eða starfsöryggi, en mikið hlýtur hún nú að vera skömmustuleg blaðakonan unga sem átti pistil i helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi um t.a.m. Assad og Donald Trump.


mbl.is Fyrsta jólamessan í Aleppo í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Gleðileg jól Jónatan

Það er tímabært að leysa okkur undan nefskattinum til RUV og setja það í almenna samkeppni og jafnvel selja það, þá getum við valið hvort við viljum fjármagna ljósvakamiðil "góða fólksins" :)

Hrossabrestur, 24.12.2016 kl. 07:49

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já og Gleðileg jól sjálfur.

Auðvitað á að loka RÚV og nota húsnæðið undir eitthvað annað.

A Íslandi er lýðræði og því verðugt nýárs heit, að lýður landsins fari að segja mælinn fullan og stöðvi óþolandi spillinguna.

Fyrir utan fjölmiðla mafíurnar, þá mætti taka hraustlega i lurginn á flestum ríkisstofnunum, lífeyrissjóðum, bönkum, olíufélögum o.fl, o.fl.

Jónatan Karlsson, 24.12.2016 kl. 14:30

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég held að "blaðakonan" sem ég vitnaði til i færslu minni hafi verið sú hin sama og gekk fram af öðrum bloggara her á mbl.is sakir barnalegrar fávísi og óheflaðs orðalags, heiti Sif Sigmarsdóttir.

Ef ég er að rugla saman pistil höfundum, þá biðst ég forláts.

Jónatan Karlsson, 25.12.2016 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband