Rafvæðum samgöngur, en þó skynsamlega.

Þessi samþykkt meirihlutans er alveg í samræmi við allar aðrar ákvarðanir Dags og félaga varðandi aðframkomna höfuðborgina bæði vanhugsuð og heimskuleg.

Er ekki nóg að horfa á dísel strætisvagna Reykjavíkur skröltandi og oftast tóma um sífellt þrengri og ójafnari götur borgarinnar, þó svo ekki sé bætt við tómri hraðlest, nema á mestu álagstímum. Hvað skyldu talsmenn lestarinnar hafa hugsað sér um tíðni ferða? Eftir þörfum, eða á föstum tímum? Væri hægt að ímynda sér ferðir á hálftíma fresti, eða á klukkutíma eða tveggja eða jafnvel þriggja tíma fresti? Hvaða "normal" flugfarþegi myndi t.d. nenna að bíða eftir lest í bæinn í tvo tíma eða lengur?

Nei og aftur nei. Byrjum nú frekar á byrjuninni og einskorðum akstur sérleiðishafa við rafmagnsrútur, sem gætu sinnt þessari þjónustu með hagnaði jafn ágætlega og nú tíðkast og þar fyrir utan ættu höfuðborgarbúar að moka Degi, Hjálmari og félögum út í ystu myrkur, áður en þeim auðnast að valda borginni okkar óafturkræfum skaða og finnum í þeirra stað ferska og óskemmda fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar.


mbl.is Borgin fjármagni þróun hraðlestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband