14.2.2016 | 20:19
Lýsandi dæmi um hlutdrægan fréttaflutning mbl.is
Hér er fjallað um tvo palestínska drengi sem eru að kasta steinum í bifreiðar landræningja á Vesturbakkanum og eru miskunarlaust skotnir til bana af brynvörðum hermönnum.
Hér segir blaðamaður Mbl að drengirnir hafi skotið á hersveitirnar (þá trúlega með steinum?) og þungvopnaðir hermennirnir skotið þá - væntanlega í nauðvörn!!!
Þetta er nákvæmlega samskonar fréttaflutningur og þegar heimasmíðaðar rakettur Palestínumanna, sem skotið er í átt til byggða landtökumanna og á leiðinni ná hreinlega að breytast í mannskæðar eldflaugar eftir ámóta umfjöllun “sömu” fréttamiðla.
Palestínskir dengir skotnir til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist þú aðeins þurfa að kynna þér bæði steinkastið (hvernig það er gert og hver hættan er af því) og eldflaugarnar, hvernig flaugar þetta eru, hvert þeim er skotið og af hverju mannfall eftir þær er jafnlítið og raun ber vitni.
Að líkja þessu við grjótkast eins og við þekkjum hér milli krakka sem fýkur í, og áramótaflugenda er ákaflega hlutdrægt.
Fjölmiðlar hér eru hins vegar flestir ef ekki allir hlutdrægir í málinu og það ekki á þann máta sem þú ýjar að.
Vandamálið þarna fyrir austan er að valdastéttirnar báðu megin borðs hafa lítinn áhuga á að semja; ríki og samtök á borð við Íran, Sýrslandsstjórn, Hisbolla, Hamas og sterk öfl innan Ísrael. PLO virðist vilja semja en eiga erfitt upprdáttar (eins og þeir innan Ísrael sem vilja semja). Egyptar og Jórdanir eru búinir að semaja fyrir sitt leyti (þeir halda sínu og þeir sem kallast palestínuarabar mega eiga sig).
ls (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.