Dr. Jekyll og Mr. Hyde

Morgunblaðið og hinn svo kallaði Utanríkisráðherra Íslands eiga það sameiginlegt að vera í djúpri sjálfsmyndarkreppu.

Morgunblaðið álítur sig í fullri alvöru vera tiltölulega frjálslyndan fréttamiðil, en er því miður hrópandi andstæða þessara frómu hugtaka eins og við blasir í hlutdrægum fréttaflutningi og enn ljósar í þeim fréttum sem alls ekki er fjallað um.
Síðasta þrepið á leið mbl.is til algjörar ritskoðunar og fullkominar niðurlægingar var þó nú síðast að loka vinsælu bloggi Þorsteins Sch. Thorsteinssonar sem vann sér það líklega helst til saka, að hafa varpað fram (líklegri) tilgátu um aðkomu Ísraelsmanna að ófriðarbálinu fyrir botni Miðjarðarhafsins og í Austurlöndum nær.

Hvað Gunnar Bragi Sveinsson á sameiginlegt með Mbl. er auðvitað sú staðreynd, að þó hann gegni þessu krefjandi embætti fyrir hönd þjóðar sinnar, þá verður ekki betur séð á embættisfærslu hans allri, en hann sé aðeins ómerkilegt leiguþý og erindreki erlendra hagsmuna og það ítrekað, þvert á hagsmuni Íslands.


mbl.is Gunnar Bragi í München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband