Niðurskurðar er þörf.

Þessi frétt frá Reykjavíkurborg er lýsandi dæmi um þann óheiðarlega fréttaflutning sem þar er stundaður. Hér er tilgangurinn augljóslega að sýna fram á gæði og frábæra kosti svokallaðs sviðstjóra velferðasviðs Reykjavíkurborgar, Stefáns Eiríkssonar og lán okkar útsvarsgreiðenda að hafa hann á höfðinglegu framfæri okkar.

Sannleikurinn er þó allur annar, því eins og blasir við þá er öll stjórnun og þar með auðvitað öll fjármál borgarinnar í kalda koli og á hraðferð í þrot.

Ég er síður en svo að segja að ótrúlega fjölmennur hópur stjórnenda hinna fjölmörgu sviða Reykjavíkurborgar, auk jafnmargra talsmanna, millistjórnenda og aðstoðarfólks séu einungis hámandi í sig gulli í ljúfri kókaín vímu alla daga – þó svo ýmiss afrek þeirra og gjörningar gætu óneitanlega vakið ákveðnar grunsemdir.

Það sem ég er aftur á móti að segja er að helsta ástæða ömurlegs ástands í flestum ef ekki öllum málum höfuðborgarinnar er ekki almennur aumingjaskapur og heimska borgarbúa, heldur þvert á móti vanhæfni og augljós spilling og eiginhagsmunagæsla borgaryfirvalda.


mbl.is Dregur úr fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband