Þjófsaugu.

Það er ekkert annað en hneyksli að þessum svokallaða bankastjóra Landsbankans hafi ekki tafarlaust verið sagt upp störfum, eftir að hann varð uppvís að svo stórfelldri vanhæfni og óheilyndum, sem voru þó svo augljós og fyrirsjáanleg.

Þennan þrjót og bankastjórnina alla á auðvitað að ákæra fyrir vítaverð afglöp og glæpsamlegt athæfi í starfi, án tillits til aðkomu eða annara tengsla fjármálaráðherra við þennan “laglega” vafning.


mbl.is Vilja skýr svör frá Borgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þekki ekki þennan bankastjóra, frekar en nokkra aðra bankastjóra.

Er það ekki fyrst og fremst allsráðandi, en þó ábyrgðarfríuð stjórn bankans, og ekki síst fjármálaráðherra-ráðuneytisstjórnin æviráðna og ábyrgðarfríaða, sem þarf að taka kerfisspillingar-pokann sinn, og koma sér langt út fyrir skattalandhelgi Íslands-ríkisins?

Og fjármálaeftirlit Íslands verði sent í sama kjölfarið, út fyrir skattalandhelgi Íslands-ríkisins!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2016 kl. 23:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Anna Sigríður

Bankastjóran þekki ég nú sem betur fer ekki fremur en þú, en ég er endrum og sinnum neyddur til að heimsækja þessa stofnun niðri í Austurstræti og í takt við reynslu mína frá síðustu árum, þá finnst mér nú glitta í flöktandi augnaráð úr hverju skoti, en treysti mér þó ekki alveg til að greina á milli lymskulegra þjófsaugna eða augntillits óöryggis og vanhæfni.

Jónatan Karlsson, 7.2.2016 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband