Nú liggur það fyrir að framundan eru forsetakosningar á Íslandi.

Það er blátt áfram lífsnauðsynlegt fyrir okkar unga lýðveldi að kosningafyrirkomulagi verði áður breytt til þess vegar að nýr forseti hafi hreinan meirihluta atkvæða sér að baki.

Frakkar og fleirri lýðveldi hafa það fyrirkomulag að þurft getur að kjósa þrisvar sinnum, uns einn frambjóðandi hefur hlotið stuðning hreins meirihluta atkvæða.

Hér á Íslandi er fylking manna sem vinnur markvisst að því hörðum höndum að koma langþráðu fullveldinu undir erlend yfirráð og hljóta sjálfir að launum ríkulegan frama og tignarheit þvílíkra erindreka eins og ætíð tíðkast.

Það er hrollvekjandi tilhugsun ef sama fylkingin og barðist fyrir að láta Ísland veðsetja náttúru auðlindirnar fyrir ókleyfum Icesave skilmálum sameinaðist um stuðning við eigin leiðitaman forsetaframbjóðanda, hvort heldur sem sá væri vinsæll listamaður eða bara þekkt andlit.

Það stefnir því í að næsti Forseti Íslands geti náð kjöri með 20% greiddra atkvæða, jafnvel þó 80% þjóðarinnar séu honum hreinlega andsnúinn.


mbl.is Ástþór ætlar í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband