Afrek Kristbjarnar Árnasonar staðfestist svo sannarlega.

Hér fylgir athugasemmd sem á reyndar við bloggfærslu Kristbjarna Árnasonar um þessa sömu frétt, en tilkynning um að póstur úr tölvu minni (og væntanlega líka Gunnars Heiðarssonar) er sjálfkrafa útilokaður frá athugasemdum við bloggfærslur Grafarholts “kappans”

Hér er bannfærða athugasemdin:

Þú ert skrítinn lítill karl Kristbjörn. Í gær eyddi Gunnar Heiðarsson góðum tíma í að skrifa langa og ítarlega athugasemd við þetta blogg þitt, þar sem hann rekur illmælgin ofan í þig, hvert á fætur öðru. Síðan ritaði ég sjálfur athugasemd, þar sem ég hrósaði Gunnari fyrir það góða framtak að kveða þig í kútinn. Núna í morgun rek ég síðan augun í að stóryrti Grafarholtsbúinn sjálfur, er nú ekki meiri maður en það, að þú lætur þvælubloggið og illmælgin um Ólaf Ragnar Grímsson standa, en fjarlægir rökfastar athugasemdir Gunnars og mínar, eins og enginn hafi nokkurn tíma fett fingur út í þessi skrif þín að hætti smámenna - Verði þér að góðu karlinn.


mbl.is Icesave-málið stærsta afrek Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég heiti reyndar Guðmundur og er Ásgeirsson, en það er ekki aðalatriðið.

Hann er sorglegur strámaður þessi Kristbjörn, að ritskoða málaefnalegar athugasemdir bara vegna þess að honum líkar ekki innihaldið, og augljóst að honum gengur eitthvað annað til en láta staðreyndir málsins njóta sín. Hann virðist hafa mun meiri áhuga á útúrsnúningi og rangtúlkunum.

Sem betur er þessu blessuðu Icesave máli fyrir löngu lokið og svona útúrsnúningar og þvæla frá mönnum sem hafa ekki hundsvit á staðreyndum málsins eða þeim reglum sem gilda um innstæðutryggingar, munu ekki breyta niðurstöðunni, sama hvað þeir reyna að berja hausnum við steininn.

Það er reyndar mjög sérstakt og í raun sjálfstætt rannsóknarefni hvað það er eiginlega sem fær fólk til að hegða sér svona árum saman eftir að búið er að margsýna fram á það hafi haft rangt fyrir sér. Þetta er einhver undarleg þráhyggja sem ég kann ekki skýringar á. Þessu mætti líkja við það ef hópur fólks í þjóðfélaginu væri með þá hugmynd á heilanum að jörðin sé flöt, og notaði öll tækifæri til að breiða út þá kenningu í ræðu og riti alveg sama hversu röng sú kenning er og alveg sama hvaða sönnunargögn væru borin fram til að sýna fram á hið gagnstæða.

Jónatan, ég þakka þér fyrir góðar unditektir við framlag mitt í umræðuna, þó að því framlagi hafi svo verið eytt af heilalausa strámanninum Kristbirni Árnasyni. Ykkur báðum óska ég gleðilegs nýs ár.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2016 kl. 14:04

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Fyrirgefðu mér nafna brenglið ágæti Guðmundur Ásgeirsson, en athugasemd þín og leiðréttingar við blogg strámannsins hittu augljóslega svo beint í mark, að ekkert minna en útrýming og síðan bannfæring dugðu sýnilega til að kæfa beinhörð rök þín.

Sömuleiðis óska ég auðvitað ykkur báðum gleðilegs árs.

Jónatan Karlsson, 2.1.2016 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband