Prentum líka kjarabæturnar.

Hvað er því til fyrirstöðu að Seðlabanki Íslands hefji að prenta peninga á fullu að fordæmi annara?

Bandaríkjamenn hafa auðvitað prentað fyrir öllum sínum þörfum síðan 2008 og nú ætla ESB ríkin að hefja mánaðarlega dælingu 60 milljarða nýprentaðra evra inn í þrotin hagkerfi þessa annars fordæmda ríkjasambands.

Hér væri ekki ónýtt að hefja prentun peninga og láta við sama tækifæri lægstu laun og lífeyri hækka upp í það sem svarar til lágmarks framfærslukostnaðar einstaklings og öll laun þar fyrir ofan fryst með staðfestri þjóðarsátt og auðvitað engar undanþágur, eða leiðréttinga kjaftæði.

Mig minnir að það hafi verið Héðin Valdimarsson sem hélt þeirri skoðun fram að laun alþingismanna mættu aldrei verða hærri en þreföld laun verkamanns, því annars skapaðist sú hætta að þingmaðurinn missti raunveruleikaskyn sitt og þar með sambandið við umbjóðendur sína og er nú augljóslega tímabært að minnast orða hans.


Annars virðist hrikta í stoðum heimsvelda og fjörbrot þeirra eru augljós líkt og afleiðingarnar sem sjá má greinilega í Úkraínu og Sýrlandi um þessar mundir auk þess sem augljóslega gætir sívaxandi taugaveiklunar og sívaxandi ótta hjá handbendunum í Sádí Arabíu og Ísrael, líkt og eðlilegt verður að teljast.

Að mínu mati er helsti samnefnarinn að þessum breytingum fyrirbærið: BRIKS sem furðu lítið er þó fjallað um. Þess er þó skemmst að minnast undanfara "Arabíska vorsins" og slátrunar Gaddafís, fljótlega eftir að hann opinberaði áætlanir sínar um að hætta að einskorðast við notkun US$ í olíu viðskiptum sínum.

Róstur og átök Súní og Shía múslima sem eru auðvitað hluti af sömu kökunni, eru farnar að teygja anga sína til friðsælla Norðurlanda og að því virðist hingað, nú síðast með milljón dollara fjárstyrk til annars múslima hópsins hér á Fróni (Súní) á meðan hinn hópurinn (væntanlega Shiar) fussar og sveijar og verður eflaust "lærdómsríkt" að fylgjast með framgangi þeirra.


mbl.is Prentvélar ræstar við fögnuð fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband