Verðsamanburður á 55" Samsung sjónvarpstæki í Reykjavík og í New York

Þessa dagana er mikið talað um höfðinglegar leiðréttingarnar og kjarabætur á borð við niðurfellingu vörugjalda til vanþakkláts almúgans og tek ég því til gamans eftirfarandi dæmi:

Í helstu helgarblöðum má sjá heilsíðuauglýsingar um hve ódýrt og hagstætt sé nú að fjárfesta í framúrskarandi myndgæðum og hönnun á 55" Samsung sjónvarpstækjum og það nú ÁN VÖRUGJALDA.
Tvö verðdæmi 55" tækja eru tekin. Annað aðeins 448.000'- og hitt aðeins 599.920'-

Til gamans og samanburðar, þá fékk ég í gær auglýsingu frá raftækjaverslun í New York sem var líka að auglýsa þessi gæðatæki og fletti ég til gamans upp 55" tæki - SAMSUNG Class full, HD Smart Led tv og er verð út úr búð: US$ 799,99
Þ.e.a.s 96.720 íslenskar krónur -

ER HÆGT AÐ HREYKJA SÉR YFIR AÐ BJÓÐA ÍSLENDINGUM UPP Á SVONA OKUR?


mbl.is Féll í kramið hjá þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan, þetta er ótrúlegur munur og verulegt umhugsunarefni hvernig verðmyndunin hér á landi er tilkomin, ekki reynir verslunin hér á landi að útskýra þetta með trúverðugum hætti.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 14:23

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján

Til að sjá nánari samanburð á gegndarlausu okrinu sem okkur Íslendingum er boðið upp á, svo ekki sé minnst á "allt hitt" þá er þessi raftækjaverslun með ágæta vefsíðu, svona til viðmiðunar:

www.bhphotovideo.com

Jónatan Karlsson, 23.11.2014 kl. 15:59

3 identicon

Án þess að gefa nánari upplýsingar þá er svona samanburður gagnslaus. 55" SAMSUNG Class full, HD Smart Led tv nær yfir nokkuð margar týpur og verðflokka. Það er til dæmis ekki sannfærandi að bera saman gamlan uppgerðan Yaris í New York og nýjan Land Cruiser á Íslandi og öskra okur þó báðir séu Toyotur.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 16:09

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er útaf fyrir sig furðulegt að lesa réttlætingu "Ufsa" á því að 55 tommu Samsung sjónvarpið í New York borið saman við 55 tommu tækið í Reykjavík sé eins og að bera saman gamlan Yaris og glænýjan Land Cruiser.

"Ufsi" á þá kannski sömuleiðis góða útskýringu á hversvegna listanum yfir innistæður Íslendinga í skattaskjólum virðist hafa verið stungið undir stól og allri umfjöllun um hann eytt.

Gleði og einskært áhyggjuleysi virðist allavega ráða ríkjum hjá starfsfólki ríkisskattstjóra - af meðfylgjandi mynd að dæma.

Jónatan Karlsson, 23.11.2014 kl. 16:59

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Verð á svona hlutum breytist stundum mjög hratt. Það getur vel verið að kaupmaðurinn á Íslandi hafi borgað miklu meira fyrri þessi tæki en það sem þau kosta í New York í dag.

Það er annars enginn sem neyðir fólk til að kaupa tækin á þessu verði.

Ef á að hvarta yfir einhverju ofur verði á Íslandi, þá myndi ég hvarta undan ofur sköttum, vaskurinn er til dæmis fáránlega mikill.

Ég myndi líka ráðleggja þeim sem eru að hugsa um að kaupa sjónvarp að staldra aðeins við. Það er alltaf verið að bæta tæknina og eftir nokkur ár verða vafalaust tæki á boðstólum sem eru mun betri og ódýrari en það sem býðst í dag. Það er ekki mjög gaman að setja uppi með 55 tommu tæki sem kostaði "aðeins" 500.000, sem er orðið úrelt og hallærislegt miðað við nýjustu tæki og engin leið að losna við.

Hörður Þórðarson, 23.11.2014 kl. 19:24

6 identicon

Ég er ekki að réttlæta eitt eða neitt, aðeins benda á að Samsung framleiðir fjölda gerða 55" sjónvarpstækja í ýmsum verðflokkum þannig að einhver random samanburður er marklaus.

Mér hefur ekki verið kunnugt um þá reglu að skattstjóri skuli tilkynna allar ákvarðanir sínar og athafnir samstundis í fjölmiðla. Eða þá að starfsfólk hans megi ekki brosa á hópmyndum sem taugatrekktir bloggarar gætu séð.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 19:34

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég viðurkenni að mér var nokkuð brugðið við samanburðin á verðlagi sambærilegra Samsung sjónvarpa vestanhafs og hér að því virtist, en verð auðvitað að beygja mig fyrir rökum "ufsa" hvað þær augljósu staðreyndir varðar, að auðvitað láta íslenskir kaupendur ekki bjóða sér annað en vandaðar Land Cruiser útgáfur af 55" tækjunum, á meðan óupplýstur almenningur í New York lætur sér nægja fjöldaframleiddar Yaris útgáfurnar.

Ég verð líka auðmjúklega að viðurkenna skotheld rök Harðar hvað það varðar að viturlegra sé að fresta öllum Samsung kaupum í bili og sjá hvort þessi sömu tæki verði ekki fáanleg á viðráðanlegu verði eftir svona fimm til tíu ár.

Jónatan Karlsson, 23.11.2014 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband