Ótrúverðugur fréttaflutningur.

Það er sama sagan og fyrri daginn, þegar kemur að viðvaningslegum fréttaflutningi blaðamanna Morgunblaðsins, eins og þessi frétt ber vott um.

Í útvarpsfréttum í morgun var frétt þess efnis að nákvæmlega sami fjöldi rússneskra hermanna, þ.e.a.s. 7500 talsins væru staðsettir við landamæri ríkjanna og veittu á þann hátt hinum svokölluða aðskilnaðarsinnum óbeinan stuðning með nærveru sinni þar og er þar nokkur munur á.

Þessar tilbúnu fréttir og lýsingar frá spunameisturum NATO eru ekki aðeins þýddar og birtar hér gagnrýnislaust, heldur eru þær ýktar og rangfærðar ef svo ber undir, eins og líklega á við í þessu tilfelli.

Lýsandi dæmi um vinnubrögð þessara "blaðamanna" sem vinna við þýðingar og fréttaflutning fyrir íslenska lesendur var frétt sem birt var hér í blaðinu fyrir nokkrum mánuðum og fjallaði um búddamunk sem hefði kveikt í sér í Tíbet og þá auðvitað til að mótmæla illa innrættum stjórnvöldum í Peking.

Þegar myndin sem auðsýnilega hafði hlotið náð fyrir augum ritstjórnar mbl.is var skoðuð betur, mátti greina í bakgrunni myndarinnar, léttklætt fólk og það i skjóli pálmatrjáa sem auðvitað dyggði hverju barni til að segja sér að fréttin væri ekkert annað en fljótfærnislegur uppspuni og tilbúningur.


mbl.is 7.500 Rússar berjast í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er ekki allt eins líklegt að Ríkisútvarpið sé að draga úr?  Mér þætti það að mörgu leyti líklegra.

Four Ukrainian soldiers have been killed and 10 others wounded in violence gripping Ukraine’s east, according to security officials in Kiev, who accused Russia of having 7,500 troops deployed on Ukrainian soil to back pro-Moscow separatists.  Af vefsíðu Al Jazeera  http://www.aljazeera.com/news/europe/2014/11/kiev-says-russia-7500-troops-ukraine-201411228035309468.html

In what is their seventh report, the 35-strong UN Human Rights Monitoring Mission in Ukraine described "the total breakdown of law and order."

They warned that an influx of sophisticated weapons and foreign fighters, including Russian troops, was having a devastating impact on the human rights situation in the country.  Frá vefsíðu France24  http://www.france24.com/en/20141120-ukraine-nearly-1000-killed-since-ceasefire-un-report/

Valdi þessar tvær fréttasíður eftir minni, en þær verða varla sakaðar um að genga erinda "hins mikla satans" - Bandaríkjanna, hvað þá  Ukraínu.

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2014 kl. 12:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nokkuð sama frétt og hjá France24, hjá BBC.  Byggja augljóslega báðar á skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

The new casualty figures, contained in a UN press release dated 18 November, record that a further 9,921 people have been wounded in the conflict areas.

Of the 957 people killed since the ceasefire 119 were women, the UN says. In all, at least 4,317 people have been killed since the conflict erupted in April, it estimates.

In its actual report, the UN refers to a "total breakdown in law and order, and a lack of any human rights protection for the population" under rebel control in the Donetsk and Luhansk regions.

It notes that "cases of serious human rights abuses by the armed groups continued to be reported, including torture, arbitrary and incommunicado detention, summary executions, forced labour, sexual violence, as well as the destruction and illegal seizure of property".

Such abuses, it said, "may amount to crimes against humanity".

The human rights situation is directly affected, the UN says, by the large amount of weapons and the foreign fighters "that include servicemen from the Russian Federation".

http://www.bbc.com/news/world-europe-30126207

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2014 kl. 12:42

3 Smámynd: Ármann Birgisson

Mér finnst best að nálgast fréttirnar frá 3 hliðum, þeim vestrænu og svo þeim Rússnesku og einnig þeim Úkraínsku svo getur maður velt fyrir sér útkomunni.cool

Ármann Birgisson, 22.11.2014 kl. 14:19

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Al jazeera telst auðvitað ekki vestræn fréttastofa, en hefur oft athyglisvert sjónarhorn.

Persónulega hef ég misst alla trú á Rússneskar fréttir. Þæ virðast hafa farið aftur til 6. áratugarins og tekið upp handbækurnar frá þeim tíma.

Það virðist því miður að stórum hluta stefnan hjá Rússeneskum yfirvöldum almennt.

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2014 kl. 15:00

5 Smámynd: Ármann Birgisson

Al Jazeera er góð fréttastöð. Í Rússnesku fréttunum kemur allavega fram hin hliðin á málunum sem næstum því aldrei kemur fram í þeim vestrænu.innocent

Ármann Birgisson, 22.11.2014 kl. 20:22

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Liggur ekki í augum uppi hver árásaraðilinn er, þegar borgirnar Donetsk og Lugansk liggja undir stórskotaárásum með tilheyrandi mannfalli?

Fyrir þá sem velkjast í einhverjum vafa um svarið, þá ættu þeir að nota útilokunaraðferðina og byrja á að útiloka Rússa og því næst íbúa borgana, hina svokölluðu aðskilnaðarsinna og þá blasir svarið einfaldlega við.

Jónatan Karlsson, 22.11.2014 kl. 21:44

7 Smámynd: Ármann Birgisson

Já Jónatan,,,,Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast þarna. Úkraínski herinn skýtur ýmsum gerðum af sprengjum og eldflaugum frá fallbyssu og eldflaugastæðum meðfram víglínunni og þeim er látið rigna yfir svæðið með tilheyrandi mannfalli á óbreyttum borgurum í sýslunum Donétsk og Lúgansk. Þetta er næstum því aldrei nefnt í vestrænu fréttunum. Ég læt það bara koma fram að Mín kona er ná tengd þessu. Hún er oft í símasambandi við foreldra sína og vinafólk sem búa í Lúgansk sýslu og allir segja það sama, sprengjuregnið kemur frá Úkraínsku hersveitunum. Við fáum því fréttirnar beint. Það er erfitt að rengja fólk sem sem býr á svæðinu. Það þarf einfaldlega viljann hjá ríkisstjórn Úkraínu til að enda þetta stríð með því að láta eftir til íbúana á svæðinu sýslurnar tvær,Donétsk og Lúgansk.

Ármann Birgisson, 23.11.2014 kl. 03:19

8 Smámynd: Snorri Hansson

Í ensku útgáfu Der Spiegel er  afar athyglisverð grein um ástæðu og

flækjur  sem urðu til þess að þetta andstyggilega mál varð til með

 öllum sínum  afleiðingum. Það hefst með því að þjóð  í miklum

 fjárhagslegum vanda leitar til nágrana landa eftir aðstoð. Ég skora

á fólk að lesa þessa grein vandlega og draga sínar ályktanir á eftir.

http://www.spiegel.de/international/europe/war-in-ukraine-a-result-of-misunderstandings-between-europe-and-russia-a-100470

Snorri Hansson, 29.11.2014 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband