5.6.2014 | 15:35
Hinn hugrakki
Þetta sérálit Arngríms Ísbergs markar nokkur tímamót í íslenskri réttarsögu. Hér stígur fram dómari sem að öllum líkindum fórnar frekari frama sínum innan "spilltrar" dómarastéttar, fyrir mannorð sitt og heillyndi. Það eru líklega 98% þjóðarinnar þessu séráliti hans algjörlega sammála og alveg örugglega 95%
Þessi ágæti dómari, sem greinilega er svo vandur að virðingu sinni, að hann einfaldlega ser sig knuinn til að lýsa yfir skoðun sinni á sekt sakborninganna þriggja og í raun og veru þar með vanþóknun sinni á dæmalausu siðleysi meðdómenda sinna, sa hinn sami á skilinn stuðning og virðingu landsmanna sinna fyrir hugrekkið.
Sérstakur Saksóknari hlýtur að áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar, þó ekki væri fyrir önnur rðk en Arngríms og mun þá tíminn leiða í ljós hve heiðarlegir og hugrakkir dómarar Hæstaréttar Íslands eru, þegar á hólminn er komið.
Óeðlileg afskipti Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir eru jafnir fyrir lögum og rétti. Það er óumdeilanlegur siðmenntaður og stjórnarskrárvarinn réttur allra jafnt.
Ekki getur Björgúlfur Thor Björgúlfsson einn og sér, flúið þann stóra sannleik. Þó faðir hans: Björgúlfur Guðmundsson hafi neitað því í réttarhöldum, að Björgúlfur yngri væri tengdur honum (afneitaði tengslum þeirra feðga fyrir rétti). Sá gamli er þó skráður sem faðir þess yngri. Davíð Oddson sagði réttilega að það væri vandræðalegt fyrir móður Björgúlfs Thor, að eiginmaðurinn hennar afneitaði tengslum þeirra feðga.
Geir Haarde var einn tekinn fyrir og átti að sitja í samspillingar-súpusuðunni plönuðu? Hvað með alla þá hjálparkokka sem plönuðu og framkvæmdu svikin?
Jón Ásgeir Jóhannesson var einn tekinn fyrir og átti að sitja í samspillingar-súpunni? Hvað með alla þá hjálparkokka sem plönuðu og framkvæmdu svikin?
Alister Darling hefur ekki ennþá þurft að mæta í réttar og dómssal, fyrir sinn þátt í fjármálahruninu/bankaráninu á Íslandi?
Hvers vegna ICESAVE og bankaráns-co? Ég spyr Alister Darling og fjármálaeftirlitið í Hollandi að því?
Gangi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hans fjölskyldu sem best, eftir allt þetta hörmungareinelti dómsstóla og þeirra eineltishjálparkokka.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2014 kl. 18:35
Sæl Anna Sigríður.
Ég skil sjónarmið þitt hvað verslanarekstur Jóns Ásgeirs varðar og er að því leyti sammála þér, að eælilegt teljist að útsjónarsamur kaupmaður noti allar smugur til að tryggja fyrirtæki sínu og þar með talið viðskiptavinum sínum bestu fáanleg kjör, en aðeins svo lengi sem hann heldur sig innan ramma laga og almenns siðgæðis.
Embættismenn og aðrir þeir er njóta góðra kjara og lífeyristrygginga, umframm aðra þjóðfélagsþegna, en verða eigi að síður uppvísir að bregðast trausti umbjóðenda sinna, verðskulda að mínu mati enga miskun, heldur tafarlausa sviptingu allra áunninna réttinda, auk sjálfsagðrar kröfu um endurgreiðslu þýfisins.
Jónatan Karlsson, 6.6.2014 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.