Goðar frettir fyrir vesturfara.

Til frekari upplýsingar fyrir unga og óreynda fréttaritara mbl.is og aðra lesendur, þá er það rétt að bæði flugfélögin notast við mjög sambærilegar og ágætar Boeing vélar ætlaðar til skemmri ferða, auk þess að flugmenn og flugfreyjur beggja eru örugglega starfi sínu vel vaxin, en undir eins og um borð er komið, þá lýkur öllum jöfnuði.

Delta er áætlunarflugfélag, þar sem flugfreyjur veita öllum farþegum sínum fyrsta flokks þjónustu frá því að stigið er um borð, uns ferð lýkur - ekki aðeins litlum hópi á fyrsta farrými líkt og hjá Flugleiðum.

Öllum er boðið upp á afnot af heyrnartækjum í upphafi flugs til að geta notið margfalds úrvals afþreyingarefnis borið saman við Fl, sem auðvitað selur óbreyttum farþegum sínum heyrnartækin.

Hjá Delta er borinn fram a.m.k. ein heit máltíð á leiðinni fyrir alla farþega og hefur verið unnt að velja á milli þriggja aðalrétta á almennu farrými, auk meðfylgjndi drykkja, á meðan Flugleiðir bjóða "almenning" ekki upp á neitt.

Þegar á öll smáatriðin er litið, þá hefur flugfélagið Delta nú ákveðið að auka flugtíðni hingað í samkeppni við Flugleiði, sem að öllu leyti verður að teljast lággjalda flugfélag, nema þegar kemur að verðlagi fargjaldsins, auk þreytandi peningaplokks fyrir plastpokanæringu og annað glingur en býður þó upp á ókeypis salernisnotkun, líkt og alvöru áætlunarflugfélög gera, svo allrar sanngirni sé nú gætt.


mbl.is Mikill verðmunur til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband