Allt í sama ruglinu

Málamynda skoðun vegabréfa, áður en stigið er um borð í flugfar í Schengen landi á leið til Íslands, virðist einungis til þess fallin að afsanna þá fullyrðingu að hægt sé að ferðast án vegabréfs milli Schengen ríkja, burtséð frá hvort skilríkin eru fölsuð eða stolin.

Fleirri tugir "skilríkjalausra" ungra manna gefa sig fram við yfirvöld eftir lendingu á Keflavík og sækja um hæli á mismunandi forsendum. Þessir menn eru augljóslega að leita að öðru og betra lífi, en þeir gætu auðvitað líka verið glæpamenn á flótta undan réttvísinni, eða aukin heldur trúarofstækismenn sem gætu verið til alls vísir ef þeir t.a.m. lentu í flugi, einungis skipuðu örfáum konum, eins og gæti hent. Það eru nefnilega ekki allar vélar fullar af harðsnúnum sjóörum sem ekki láta sér fyrir brjósti brenna að yfirbuga nokkra ólma flugdólga, ef með þarf.

Öðru máli gegnir síðan um gaumgæfilega rannsókn ferðaskilríkja þeirra flugfarþega sem hyggjast halda för sinni áfram vestur um haf. Þá er engu til sparað til að finna minnstu hnökra í ferðaskilríkjum þeirra er aðeins nýta Keflavíkurflugvöll til millilendingar og handhafar falsaðra skilríkja tafarlaust dæmdir til mánaðar fangavistar í góðu atlæti, auk fagmannlegrar ráðgjafar, sem að sjálfsögðu leiðir til umsóknar um hælisvist á Íslandi að afplánun lokinni.


mbl.is Flugöryggismál í Malasíu í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband