Aukin flugumferð

Þessi frétt rifjar óneitanlega upp mannskæðasta flugslys sögunar, þegar tvær risaþotur frá KLM og Pan Am lentu í árekstri á flugbraut á Kanaríeyjum.

Nú var skyggnið þó líklega betra og flugmaður þotunar sem var að lenda greinilega vel vakandi og starfi sínu vaxinn.


mbl.is Flugvél var fyrir á flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jónatan, er það ekki flugturninn sem gefur leyfi til lendinga og á að sjá til þess að flugbrautin sé greið, Þó svo að flugstjórninn sé síðsti öryggisventillinn við lendingu og hefur öll ráð væntanlega í hendi sér.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 11:43

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jónatan. Þú ert að bera saman atburði sem himinn og haf aðskilja. Á Tenerifi var svarta þoka og sá varla handa sinna skil. Flugvél í flugtaki þegar önnur keyrir inn á brautina vegna fjarskiptaörðugleika.

Benedikt V. Warén, 4.1.2014 kl. 11:56

3 identicon

Ég man eftir þegar við vorum að lenda á Alicante flugvellinum á Spáni með Arnarflugi í kringum 1980 var hætt við lendingu vegna þess að það var flugvél á brautinni að gera sig klára að taka á loft man þetta ekki ekki alveg í smá atriðum.

Mig minnir að það hafi verið fjallað um þetta atvik sem frétt í Morgunblaðnu á sínum tíma.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 11:57

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega skellur hurð oft nærri hælum í ört vaxandi flugumferð, líkt og í allri annari umferð.

Jónatan Karlsson, 4.1.2014 kl. 13:02

5 identicon

Þetta er nú bara alvanalegt og ekkert til að gera frétt úr. Flugmenn eru látnir æfa þetta mikið þegar þeir eru að læra en þá á minni flugvélum. Þetta á alls ekkert skylt með flugslysinu á Tenerife þar sem margir þættir spiluðu inní til að úr varð hræðilegt slys. Það reyndar varð til þess að margt í flugöryggi breyttist til hins betra bæði hjá flugmönnum og flugumferðarstjórum.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband