Í besta falli, þvæla

Veit ekki hver heilvita Íslendingur yfir fermingaraldri, að sögu hins fornfræga íslenska skipafélags "Eimskip" lauk með smánarlegu gjaldþroti eigenda þess, eða forráðamanna fyrir réttum fimm árum síðan?

Til frekari upplýsinga, ekki síst fyrir svo kallaða blaðamenn, sem hafa atvinnu af að flytja almenning fréttir og upplýsingar, þá getur það verið varhugavert að gleypa fréttatilkynningar frá hagsmunaaðilum hráar, heldur fremur að kynna sér sannleiksgildi fréttar, áður en hún er birt.

Þetta skipafélag sem bláeygur blaðamaður mbl.is kallar "Óskabarn þjóðarinnar" er í raun og veru ekki 100 ára íslenskt fyrirtæki, heldur 5 ára bandarískt, að mestu leyti í eigu fjárfestingasjóðsins "Yucaipa" og "hrægammana" eigenda gamla Landsbankans og örugglega með allt annað óskir eða hagsmuni íslensku þjóðarinnar efst á blaði.


mbl.is Óskabarn þjóðarinnar 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Jónatan Karlsson þú ættir að kynna þér sögu Eimskipafélagsins áður enn þú ferð með fúkayrði og sleggjudóma um gott og traust félag. Þú ættir frekar að gleðjast með félagi sem vill halda upp á 100 ára afmæli sitt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2014 kl. 16:24

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Bíddu nú hægur Jóhann.

Ert þú að halda því fram að Eimskipafélag "Íslands" lúti meirihluta eignarhaldi Íslendinga og ég fari þar af leiðandi með staðlausa stafi, eða er annar hvor okkar að misskilja eitthvað?

Félagið getur eflaust líka verið gott og traust núna og síður en svo var það tilgangur minn að særa einhverja hlutaðeigandi.

Jónatan Karlsson, 5.1.2014 kl. 17:11

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Jónatan Karlsson það er öllum frjálst að eiga hlutabréf og eiga meirihluta ef þeir vilja og hafa trú á Eimskip og vilja reka það. Núverandi eigendur hafa sýnt það og sannað að Eimskip er meðal best reknu félögum á Íslandi og hluthafahópur hefur stækkað mikið að undanförnu vegna fjölgun viðskiptamanna og góðra starfsmanna sem hafa sýnt fyrirtækinu hollustu. Eimskipafélagið hefur verið þekkt fyrir að borga laun þúsundir starfsmanna sinna ætíð á réttum tíma og stundum fyrr ef svo ber uppá.

Þú talar um gjaldþrot sem er rangt hjá þér. Eimskip hefur aldrei orðið gjaldþrota þau hundrað ár sem þetta góða og trausta fyrirtæki hefur starfað. Enn þú ert ekkert að særa mig, enn gott að hafa það sem maður lætur á prent rétt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.1.2014 kl. 18:01

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

28.8.2009 var nauðasamningur staðfestur við Héraðsdóm Reykjavíkur enda félagið í raun löngu tæknilega gjaldþrota hafa bókhaldsspekingar sagt.

Lausn þessara nauðasamninga var að koma flestum eigum félagsins í annað félag sem samkvæmt blaðafréttum þar um yrði nafni þess félags síðan breytt í Eimskip. Þessar sjónhverfingar kostuðu kröfuhafa óskabarnsins gífurlegar fjárhæðir sem þeir kusu að tapa frekar en að tapa nokkurn veginn öllum kröfum sínum við gjaldþrot sem blasti við félaginu. Stærstu kröfuhafarnir fengu i staðinn hlut í félaginu sem bestu bitarnir voru fluttir í. Einhvern tímann hefðu menn sett hljóða af minna tilefni en þessu kennitöluflakki og rætt um aflúsun eður undanskotum. Það talaði skiptastjóri Hafskipa um en þar réði einmitt ríkjum sami maðurinn og fylgdi óskabarninu „til grafar”, Björgólfur Guðmundsson.

Sjá grein Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra hjá óskabarninu raunverulega um langan tíma :

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1298036/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2014 kl. 18:16

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jóhann.

Ég ætla nú helst ekki að eyða afgangi æsku minnar í að skaprauna þér né öðrum þeim er hafa trú á þessu "Óskabarni Þjóðarinnar" en vil þó að lokum stinga upp á því við þig í allri vinsemd, að þú takir þau hlutabréf sem þér hefur áskotnast frá fyrstu 95 árum félagsins og kynnir þér einfaldlega hvers virði þau eru nú, áður en lengra verður haldið í trausts yfirlýsingum.

Jónatan Karlsson, 5.1.2014 kl. 19:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann Páll ryðst á milli blogga um þetta mál og bullar út í eitt. Honum er fyrirmunað að skilja að tvö fyrirtæki, með sitthvora kennitöluna geta undir engum kringumstæðum  talist sama fyrirtækið, þó reynt sé að láta líta svo út. Fyrirtæki geta skipt um nafn en eru óumdeilt sama fyrirtækið meðan kennitalan er sú sama.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2014 kl. 20:43

7 identicon

Frásögn Jónatans Karlssonar um sorgleg endalok fyrirtækisins H.F. Eimskipafélags Íslands er því miður sönn. Fyrirtækið var lagt niður samkvæmt skriflegum upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Fyrirækið var síðan endurvakið eins og uppvakningur með nýrri kennitölu nokkrum mánuðum seinna eftir að þeir sem réðu ferðinni við afskráningu félagsins, af annarlegum kvötum, áttuðu sig á að um alvarleg mistök hafi verið að ræða.

Það fyrirtæki sem nú er rekið undir nafni Eimskipafélags Íslands á ekkert skylt við hið gamla fyrirtæki nema nafnið að hluta því sú breyting var gerð að áður hét fyrirtækið H.F. Eimskipafélag Íslands og var kallað óskabarn þjóðarinnar Hið nýja fyrirtæki, uppvakningurinn heitir Eimskipafélag Íslands ehf eða hf. og samkvæmt heimildum frá Ríkisskattstjóra þegar eftir því var leitað þá var starfsmönnu stofnunarinnar ekki alveg ljóst hvort það var ehf eða hf.

Þeir sem halda því fram að um sé að ræða sama fyrirtækið geta þá alveg eins haldið því fram að þeir séu sama persóna og afi þeirra eða amma sem uppvakningar.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 21:09

8 identicon

Móðir mín erfði hlutabréf í H.F. Eimskipafjelagi Íslands eftir foreldra sína. Þau hlutabréf eru einskins virði í því félagi sem kennir sig við Eimskip í dag.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband