Heimskulegt framtak

Hér sýnir RÚV sitt rétta innræti. Allir hér á klakanum sem á annað borð reyna að fylgjast með stjórnmálaumræðu líðandi stundar hlusta á ágætan umræðuþátt Sigurjóns M. Egilssonar á Sunnudagsmorgnum frá tíu til tólf.

Nú hafa orðið stjórnarskipti og þá er hinu vinsæla "Silfri Egils" skipt út og til leiks mætir glaðbeittur Gísli Marteinn sem allir vita hvern mann hefur að geyma og er honum troðið á sama tíma og "Sprengisandi"

Sennilega hef ég kveikt á "nauðungaráskrift" RÚV án hljóðs, en hlakka til að hlusta á Forsætisráðherra skýra stöðu mála á Bylgjunni.


mbl.is Gagnvirkur Gísli Marteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Þú ættir frekar að ná þér í góða bók heldur en að horfa á þennan þátt, þú gætir átt möguleika á því að fræðast eitthvað við það. Um leið og þetta fólk fer að segja satt eða eitthvað sem skiptir máli þá mun það berast eins og eldur í sinu. Þá myndi ég mæla með að kveikja á útvarpinu eða sjónvarpinu. 

Ég er t.d. núna með kveikt á útvarpinu og er að hlusta á útvarp Latibær á sama tíma og þessir tveir þættir eru í loftinu.

Davíð, 27.10.2013 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband