3.7.2013 | 09:15
Fyrirséður sýknudómur yfir 7 hægri ehf
Það kemur varla á óvart að Kristján Arason skuli nú hvítþveginn af öllum áburði og ásökunum um annað en eðlileg og óaðfinnanleg vinnubrögð í fyrra starfi. Það er líka ánægjulegt að engra hnýsina spurninga hafi verið spurt um ástæður þess að eigimmaður ráðherra í innsta hring hafi einum kúlulánsþega Kaupþings verið veitt heimild til að færa þessa tæpu tvo milljarða í einkahlutafélag rétt fyrir hrunið, sem kom okkur öllum þó svo óþyrmilega á óvart, eins og nefnt er í þessum sannkallaða Salómons dómi.
Það er stórmannlegt af óháðum og hlutlausum dómurum Héraðsdóms Reykjavíkur að eyða ekki dýrmætum tíma sínum, auk skattfés óupplýsts almúgans í að rifja upp og elta ólar við vexti og arðgreiðslur, sem kunna að hafa runnið í fyrirferðarmikin heimilisreksturinn, enda í það mesta um nokkur hundruð miljónir að ræða.
Það eina í hinu stóra samhengi sem rennur mér til rifja, er sú meinfýsna staðreynd að öflug og ættstór fyrirmenni á borð við Kristján og Þorgerði geti ekki sér til hagræðingar og búbóta tekið þessa aura með sér alla leið og yfir um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.