Hér talar augljóslega næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór Júlíusson er án efa maður sem við eigum eftir að kynnast nánar. Nafn hans hefur verið í umræðunni undanfarin ár. Hann hefur óflekkað mannorð og glæsilegan starfsferil. Hann hefur hægt og bítandi áunnið sér traust og virðingu manna innan flokks, sem utan.
Það er vel og viðunnandi að Kristján byrji nú lítilega að viðra skoðanir sínar á aðkallandi úrlausnarefnum, því nú er sannarlega þörf fyrir bílstjóra með óflekkað ökuskírteini. Auðvitað þarf og verður stærsti og öflugasti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar að hlýta stjórn óumdeilds leiðtoga.
mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Leitast við að greina hrollvekjandi sannleikann í gegnum slæðu múgsefjunar og háþróaðar lygi ráðamanna á hverjum tíma"

ha ha ha...á aldrei betur við en núna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 10:21

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek niðurlútur við sneiðinni, en vil þó mér til varnar segja að það hefur lengi verið á dagskránni að "afdramatísera" inngangsorð bloggsins, sem auðvitað og auðskiljanlega má rekja til meðfædds samsæringa-kenninga eðlis míns.

Hvað þessa spá mína um framtíðar horfur K.Þ.J. á stjórnmála sviðinu varðar, þá ættu jafnvel hláturmildir og léttlyndir sveinar á borð við þig að reyna að minnast niður drepandi nafna á borð við: N1 - Sjóvá - Milestone - vafningur - sjóður 9 - Glitnir - 7 hægri - varnarliðseignir - og svo ekki sé rifjaður upp "nánast landráða" stuðningurinn við Icesave.

Þarna sérðu svart á hvítu að spá mín um bjartar framtíðar horfur K.Þ.J. byggist öðru fremur á hinni velþekktu og einföldu "útilokunar aðferð" sem vonandi skýrir sig sjálf.

Jónatan Karlsson, 12.7.2013 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband