Óáreiðanlegar skoðanakannanir og óska stjórn

Í tilteknum fylkjum Bandaríkjanna er sá háttur hafður á, að ef frávik úrslita frá skoðana könnunum fyrir kosningar eru marktæk, þá er krafist endurtalningar atkvæða. Hér á Íslandi virðast pantaðar eða keyptar skoðanakannanir notaðar óspart til að stýra skoðunum og endanlegu vali stórs hóps óákveðinna kjósenda. Á síðustu misserum hefur þetta ítrekað komið í ljós og nægir að nefna nú síðast vinsældakönnun leiðtoga ónefnds flokks og þar áður forsetakosningarnar og Icesave þjóðaratkvæða greiðslurnar - sællar minningar. Undanfarið hafa skoðana kannanir sammælst í því að aðeins tveir nýjir flokkar nái 5 prósenta markinu, þannig að alls verði sex flokkar á þingi. Ég vil aftur á móti giska á að flokkarnir á þingi eftir kosningar verði a.m.s.k.níu og vona reyndar að næsta stjórn samanstandi af Framsókn undir vökulu eftirliti þriggja til fjögura nýrra og ferskra framboða.
mbl.is Hvað gerist eftir kosningar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband