Valið er einfalt: Flokkur heimilana, X-I

Nú liggur það ljóst fyrir mér, að sá flokkur sem hlýtur atkvæði mitt á laugardaginn er FLOKKUR HEIMILANA - X I
Eftir að hafa hlustað á formann flokksins, Pétur Gunnlaugsson þruma yfir hausamótum spyrla RÚV í viðtalsþættinum "Forystusætið" miðvikudaginn 24. s.l. þá er það svo augljóst, hversu mjög hans og félaga hans er þörf á Alþingi. Það er fólk á borð við Pétur, Arnþrúði, Halldór í Holti og Ásgerði Jónu Flosadóttur sem geta tekið til hendi á því siðspillta og mengaða Alþingi, sem samkvæmt skoðunarkönnunum nýtur trausts tæplega 10% þjóðarinnar.

http://www.ruv.is/sarpurinn/althingiskosningar-2013-forystusaetid/24042013-3


mbl.is Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segðu okkur svo, hvort þið, talsmenn I-lista, ætlið að halda áfram ESB-viðræðunum eða slíta þeim!

Jón Valur Jensson, 25.4.2013 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

xff.is er betra

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 06:42

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jón Valur, það er líka þriðji valmöguleiki í boði - gera ekkert líkt og Sviss hefur gert núna í 20 ár.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.4.2013 kl. 07:32

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar.

Ég er eindreginn ESB andstæðingur og hef enga ástæðu til að efast um heillyndi x-I í þeim málum, þó það sé ekki efsta mál á dagskrá þeirra. Ég verð nú líka að leiðrétta þann misskilning að ég sé talsmaður Flokks heimilana, þó svo ég hyggist veita þeim stuðning minn á morgun. Ég vil þó sannarlega óska Jóni Val og Regnboganum góðs gengis á morgun.

Ég viðurkenni að líklega mun falla í þá freistni í kjörklefanum og setja x-ið við ff, því holdið er veikt og syndin lævís og lipur.

Ég held ekki að Svisslendingar láti bjóða sér starfsemi fyrirtækja á borð við þau sem annast skoðanakannanir hér á landi. Ef þjóðin sér á sunnudag, að þessar kannanir standast ekki og hafa enn einu sinni augljóslega verið pantaðar og svörum hagrætt, þá verður hreinlega að grípa til róttækra aðgerða gegn þessum "fyrirtækjum"

Jónatan Karlsson, 26.4.2013 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband