Vanhæf stjórnvöld (eins og venjulega)

Ég tek heilshugar undir þessa ályktun Rauða krossins. Það er ekki hægt að halda þessu fólki í lausu lofti í tæp tvö ár, aðeins vegna vanhæfi og vingulsháttar stjórnvalda og ákveða þá loks að framfylgja lögum.
mbl.is Getur valdið óbætanlegu tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur óléttupróf með hælisvist að gera????

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 17:20

2 identicon

Hvað vilt þú gera? Á að lofa öllum þeim sem þess óska að fá hér hæli? Hver á að bera kosnað af því? það á að vera alveg regla með örfáum og vel ígrunduðum ákvörunum að veita fólki hæli hér.

Við höfum svo mikið meira enn nóg með okkur sjálf eins og td heilbrigðiskerfið sýnir okkur, svo við séum ekki veitandi allt og öllum hæli hér sem þess óska. Hjón eða ekki eða hvort hún er ólétt kemur okkur ekkert við. Hvaðan komu þau? Ekki beint frá afríku þau millilentu eitthverstaðar og þangað geta þau bara farið þar á að vinna í þeirra málum.

ólafur (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 20:08

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er erfitt að lýsa litum fyrir blindum og hljóðum fyrir daufdumbum, en í stuttu máli sagt, þá á að framfylgja Dyflinarreglugerðinni tafarlaust við komu hælisleitenda í stað þess að eyða fjármunum og dýrmætum tíma allra viðkomandi í svona bull. Vonandi hefur lögfræðingur hjónana vit og djörfung á að draga ráðherra til ábyrgðar fyrir óábyrga tilefnislausa grimmd, sem virðist fullkomnuð með því að drolla í tvö ár og aðskilja síðan þessi litlu hjón og senda þau á vit örlaga sinna, hvort í sína áttina.

Jónatan Karlsson, 14.3.2013 kl. 20:41

4 identicon

Ekki veit ég hvort þessi hjón eru daufdumb, eða blind. En þau virðast allavega vita hvernig á að búa til barn.

Hefði ekki verið ráð að bíða með barnseignir og vita hvort þau fengju hælisvist á Íslandi???? Vilja íslendingar virkilega lenda í sömu súpunni og Norðurlöndin?(ekki Finnar) Halló ! ! Er ekki tími til að vakna? Hvaða flokkar og flokksbrot styðja takmarkalausan innflutning á fólki? Af hverju er ekki umræður um það í kosningabaráttunni???

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 22:33

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég gefst upp.

Jónatan Karlsson, 15.3.2013 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband