Komin á spena?

Ég hef mánuðum saman hlustað með áfergju og ánægju á þau skötuhjú Pétur Gunnlaugsson, Arnþrúði Karlsdóttur auk fjölmargra viðmælenda ræða þjóðmálin af sannkallaðri innlifun. Það er skoðun mín að þessi litla útvarpsstöð hafi átt stóran þátt í að sameina þjóðina í andstöðu sinni við glæpsamlega "Icesave" samningana, sem að lokum leiddi til þeirrar farsælu niðurstöðu sem allir þekkja nú. Þessi litla útvarpsstöð á sömuleiðis heiður skilin fyrir einarðan stuðning við glæsilegt endurkjör Forseta Íslands, sem ítrekað hefur sýnt hvar hjarta hans slær, þrátt fyrir leynd og ljós vélráð ríkjandi valdastéttar og auðvirðilegra handbenda hennar, hvort heldur í þingsölum, ríkisútvarpi eða evrópusambands sneplinum sem kennir sig við "fréttir"
Það voru mér gleðitíðindi, þegar útvarpsmaðurinn skínandi mælski tilkynnti stofnun "Lýðræðisvaktarinnar" en eftir að hlusta á algjöran og nánast vandræðalegan umsnúning á skoðunum þeirra Péturs og Arnþrúðar í viðhorfum og skoðunum á Evrópusambands umsókninni undanfarna daga, þá eru farnar að renna á mig tvær grímur. Ég heyri ekki betur en að þarna sé einungis um að ræða skrípamynd af Bjartri framtíð, eða líkt og einhverskonar vangefið systkin þeirra Guðmundar og Róberts. Mér heyrist á viðbrögðum hlustenda, að það sé ekki einungis ég sem tek eftir hrópandi viðsnúningnum í málflutningi forsvarsmanna stöðvarinnar - Verði ykkur að góðu.
mbl.is Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

P.S.

Hér er ég auðvitað að tala um hina framúrskarandi útvarpsstöð: Útvarp Saga (fm 99.4 í Reykjavík)

Jónatan Karlsson, 8.3.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband