Tvær þjóðir

Áramótaávarp Jóhönnu hljómaði venju samkvæmt afskaplega vel. Það leikur enginn vafi á að framtíðarhorfur hennar og nánustu fylgismanna hennar sem stefna á áhyggjulaust líf, sem erindrekar Bandaríkja Evrópu, hafin yfir öll landamæri og staðbundinn leiðindi, eru bjartar og glæsilegar. Ekki má heldur gleyma hefðbundinni valdastéttinni sem fyrir er og lætur sér fátt um finnast, þó "almennir" landsmenn séu leiddir eins og fé til fé til slátrunar á altari ESB.
Það sárgrætilegasta við þetta óheillavænlega ráðabrugg allt saman er þó það, að hér á Íslandi gæti verið gnótt fyrir alla, ef ekki kæmi til takmarkalaus græðgi og eigingirni hinna fáu sem virðast jafnvel reiðubúnir til að fórna sjálfstæði Lýðveldisins fyrir lögfestri eign þeirra sjálfra á auðlindum þjóðarinnar.
mbl.is Þakklæti efst í huga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Tryggvason

Satt og rétt og góð grein.

Bjarni Tryggvason, 1.1.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband