Maður ársins 2012

Hér á mbl.is, líkt og á síðum Morgunblaðsins gætir margra grasa. Ég tek sem dæmi fréttaklausuna um hagfræðinginn við HÍ sem í dag hlaut verðlaun úr Ásusjóði, væntanlega fyrir framlag sitt til íslenskrar hagfræði, þó hér sé flest því miður í kalda koli eigi að síður og síðan er það önnur frétt um að Innanríkisráðherrann hafi að ráði nefndar, eða starfshóps um skipulag neytendamála ákveðið að leggja niður embætti talsmanns neytenda. Þarna liggur nánast í augum uppi að kostnaðurinn við starfshópinn er líklega á við margra ára kostnað við rekstur embættis talsmanns neytenda.
Mergurinn málsins er þó sá að þrátt fyrir að "haukfránum og leiftur snjöllum" fréttamönnum mbl. hafi yfirsést það, þá var verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson frá Akranesi kjörinn maður ársins á Útvarpi Sögu, sem er eins og flestir vita, einn vinsælasti fjölmiðill landsins.
Margir málsmetandi menn, t.a.m. "strigakjafturinn" og þjóðpernissinninn "Eiríkur Stefánsson" hafa ítrekað þá hugmynd að virkja Vilhjálm til forystu í sveit vaskra íslendinga, sem eru búnir að fá sig fullsadda af núverandi ástandi og tek ég heilshugar undir þá uppástungu og hvet hér með Vilhjálm til dáða
mbl.is Gylfi Zoëga hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband