Athugasemd við athugasemd Hg

Þessi bloggfærsla var upprunalega skrifuð sem athugasemd við bloggfærslu Hægri grænna, sem nefndist "Stoppað eftir kosningar" og fjallar um byggingar áform við Hringbraut. Ég var sammála höfundi í öllum aðalatriðum, en þegar koma að því að senda eftirfarandi athugasemd, þá birtist tilkynning þess efnis að einungis athugasemdir frá útvöldum og samþykktum væru mótteknar og birtar.
Svona hugsunarháttur og vinnubrögð eru ekki líklegar til vinsælda og minna reyndar á þröngsýna öfgahópa, sem þola ekki gagnrýni. Ég læt athugasemd mína eigi að síður fljóta með, en bæti þó við:"í skorti á betri valkosti" þar sem ég nefni Hg sem skásta valkostinn á íslensa stjórnmála sviðinu.

Athugasemdin:
"Þessi skýra stefna Hægri grænna, í þessu "loðna" máli, er ein megin ástæða þess að ef gengið yrði til kosninga nú, að þá eru að mínu mati Hg eini raunhæfi valkosturinn.
Mér sýnist að helsta ástæða þess að valdamikil hagsmunaöfl vilji troða þessu ferlíki við Hringbrautina vera sú, að þar með væru örlög Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar endanlega ráðinn. Bæði þessi mjög svo óskyldu fyrirbæri, sem þrífast þó svo ágætlega í sambúðinni hvert við annað, eru ómissandi, bæði fyrir Reykvíkinga sem/og aðra Íslendinga og er sú staðreynd mörgum, ef ekki flestum landsmönnum augljós.
Ein rök þeirra sem vilja þröngva þessu fáránlega mannvirki fyrir á þessum viðkvæma stað, eru þau að þjóðin sé að eldast svo hratt og þurfi því meira og fullkomnara rými.
Það er nákvæmlega svarið við eðlilegu framtíðar hlutverki Landspítalans við Hringbraut. Sem sérhæft öldrunar sjúkrahús geta þessar glæsilegu byggingar með eðlilegu viðhaldi auðveldlega uppfyllt sívaxandi þörfina fyrir að veita gömlum Íslendingum viðunnandi þjónustu til margra næstu ára en að sjálfsögðu byggt breiða ganga og björt rými nútíma sjúkrahúss á öðrum skynsamlega völdum byggingar reit, hvort heldur við Vífilsstaði eða annarstaðar"


mbl.is Horft sé til framtíðar í skipulagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband