Tvö andlit

Ég óttast að þetta sé aðeins byrjunin á þessu "veiðitímabili" sem sér þó tvær hliðar eins og á við um mörg málefni. Annarsvegar eru það palinstínsku fórnarlömbin og aðstandendur þeirra, sem eiga hvort sem er ekkert líf og framtíð þarna í ghettoinu aðra en í það mesta að komast á langan lista fórnarlamba og hinsvegar eru það vösku ungu gyðingarnir, sem eiga að erfa jörðina, ásamt stoltum foreldrum og stuðningsmönnum, sem munu sannarlega ekki skirrast við að skreyta "hetjurnar" með heiðursmerkjum og handföstum verðlaunum og viðurkenningum, t.a.m. ævintýraferðum til Íslands eða Hawaí til að skola af sér mesta "óþveran"
Vænlegast og skynsamlegast er þó auðvitað að sitja aðgerðarlaus hjá, því að heyrst hefur að engin þjóð undir sólinni sé eins blóðþyrst og hefnigjörn og einmitt þessar orðum skreyttu hetjur.
mbl.is Segjast reiðubúin til aukins hernaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Leitast við að greina hrollvekjandi sannleikann í gegnum slæðu múgsefjunar og háþróaðar lygi ráðamanna á hverjum tíma."

Held þú ættir að prófa að lifa svolítið eftir þessu mottói þínu og reyna að sjá báðar hliðarnar. Palistínsku "fórnarlömbin" eiga alveg sinn hlut í þessum málum sem eru að gerast:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Palestinian_rocket_attacks_on_Israel,_2012

Gulli (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég leit á þennan langa lista "eldflaugaárása" og fylgdi þar nær undantekningalaust sögunni:"Causing no injuries or damage" sem á nú ekki beinlínis við, þegar Ísraelar svara fyrir "hlægilegar" heimasmíðaðar raketturnar, sem þeir þar að auki safna saman eftir notkun og sýna í búntum erlendum gestum eins og Ingibjörgu Sólrúnu, á meðan hún var og hét, hérna um árið

Síðan klykkir þú út með að palistínsku fórnarlömbin eigi alveg sinn hlut að máli, en um þá fullyrðingu hef ég aðeins það að segja, að hún er ekki svaraverð og opinberar aðeins hvern mann þú hefur að geyma.

Jónatan Karlsson, 18.11.2012 kl. 16:13

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru helsjúkir og hættulegir menn sem stjórna þessum heimsstríðum. Það vita allir, en enginn þorir að taka þessa helsjúku stjórnendur út úr heimsstjórnmálunum, og leggja þá inn á viðeigandi geðveikrahæli!

Almenningur heimsins líður svo fyrir geðveiki-verk þessara gráðugu lausagöngu-slátrara.

Að einhverjum skuli detta í hug að mæla með meiri vopnum og hernaði á 21 öldinni, er að sjálfsögðu helsjúkt. Þannig þenkjandi slátrarar eiga einungis eina leið út úr sinni geðveiki, sem er að slátra sjálfum sér eftir geðveiku slátranirnar á saklausu fólki, eins og Hitler er sagður hafa gert.

Ef seinni heimsstyrjöldin var ekki næg slátrun fyrir "forsjálu" stjórnendur heimsins, þá vilja þessir helsjúku stjórnendur heimsins líklega fá eina sláturtíð í viðbót, til að "bæta" sín kjör!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 17:29

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Furðulegt að þú nefndir ekki Hamas á nafn í þessari bloggfærslu

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2012 kl. 19:17

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú segir nokkuð Sleggja. Eru Hamas annars ekki lýðræðislega kjörin stjórnvöld þarna á Gaza? Annars held ég að börnunum og öðrum íbúum sem gyðingarnir eru búnir að deyða núna, standi alveg á sama.

Jónatan Karlsson, 18.11.2012 kl. 20:45

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aðstandendur þeirra sem hafa dáið á Gaza hugsa kannski Hamas þegjandi þörfina. Vildu væntanlega ekki að Hamas byrjaði með árásarnir sem kallaði á viðbrögð Ísraela.

Hamas er skilgreint sem hryðjuverkasamtök hjá ESB, USA og SÞ.Þau hafa væntanlega kannað málið grúndígt áður en þeir gefa svoleiðis yfirlýsingar út, ekki satt?

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2012 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband